Innihaldslýsing

1 bolli lífrænt hveiti
1/2 bolli kakó frá Rapunzel
1/2 tsk himalaya salt
1 bolli cristallino sykur frá Rapunzel
1/2 bolli bragðlaus kókosolía frá Rapunzel
65g mjólkursúkkulaði frá Rapunzel
65g 70% súkkulaði frá Rapunzel
1/4 bolli kókos og möndlusmjör með döðlum frá Rapunzel
3 lífræn egg
Þessar brownies eru alveg sérstaklega góðar, mjúkar, djúsí og alveg sérstaklega gott súkkulaðibragð. Kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel gefur líka einstaklega gott bragð og bragðið af kökunum verður einhvernveginn dýpra. Þessi uppskrift er eingöngu með lífrænum hráefnum auk þess sem ég nota kókosolíu í stað þess að nota smjör. Það kemur glettilega vel út. Ég...

Leiðbeiningar

1.Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið með písk
2.Setjið kókosolíu og súkkulaðið í bitum í hitaþolna skál og bræðið saman í örbylgjuofni. Best að hita í 15-20 sek í einu og hræra á milli. Þegar olían og súkkulaðið er bráðið er því hellt út í þurrefnin. Eggjunum og kókos & möndlusmjöri er bætt út í síðast og hrært saman þar til deigið er samfellt.
3.Klæðið 20x20cm form með bökunarpappír og smyrjið deiginu í formið. Bakið í 20 mín. Varist að baka kökuna mikið lengur því hún er langbest þegar hún er blaut í sér.
4.Kælið alveg áður en hún er skorin.

Þessar brownies eru alveg sérstaklega góðar, mjúkar, djúsí og alveg sérstaklega gott súkkulaðibragð. Kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel gefur líka einstaklega gott bragð og bragðið af kökunum verður einhvernveginn dýpra. Þessi uppskrift er eingöngu með lífrænum hráefnum auk þess sem ég nota kókosolíu í stað þess að nota smjör. Það kemur glettilega vel út.

Ég nota bragðlausa olíu frá Rapunzel en ef þið viljið nota olíu þar sem kókosbragðið er ríkjandi er það auðvitað líka valkostur, fer bara eftir því hversu mikið kókosbragð þið viljið.

 

Bio-Product: Coconut & almond butter with date - Rapunzel Naturkost

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.