Döðlutrekant með fílakaramellukremi
Döðlutrekant með fílakaramellukremi

Innihaldslýsing

150 g döðlur, steinlausar
1 msk kókosolía
30 g möndlur
15 g haframjöl
1/4 tsk salt
1 tsk kakó
1/2 tsk kanill
200 g fílakaramellur
1 dl rjómi, bræddur
Döðlutrekant með fílakaramellukremi

Leiðbeiningar

1.Setjið döðlur í matvinnsluvél og maukið.
2.Blandið kókosolíu saman við og blandið í matvinnsluvélinni í nokkrar sekúndur. Bætið þá möndlum, haframjöli, salti, kakó og kanil saman við og blandið gróflega saman í matvinnsluvélinni (ekki of lengi). Setjið í form og þrýstið niður.
3.Gerið fílakaramellukremið með því að setja karamellurnar og rjóma saman í pott og sjóða við vægan hita. Kælið lítillega og hellið yfir bitana.
4.Setjið í kæli eða frysti og skerið í bita eftir að kremið hefur harðnað.

Þessir geggjuðu nammibitar hafa verið gerðir oft á mínu heimili og eru frábærir sem svona hollt nasl til að grípa í yfir daginn. Nýlega gerði ég þessa dásemd en áttaði mig hinsvegar ekki á því fyrr en oft seint að ég ætti ekki dökkt súkkulaði sem fer vanalega á bitana heldur bara fílakaramellu. Ég nennti alls ekki út í búð og þar sem ég átti fílakaramellur brá ég á það ráð að skella fílakaramellukremi á þessa annars meinhollu nammibita og vá – ekki urðu þeir verri af því. Meinhollir eða aðeins minna hollir – ykkar er valið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.