Einfaldi eftirrétturinn

Home / Einfaldi eftirrétturinn

Það er erfitt að trúa því að þessi réttur hafi aðeins tekið 5 mínútur!

Þessi eftirréttur er svo einfaldur í undirbúningi. Að auki er hann bragðgóður, lítríkur, fallegur og pottþétt hollur líka. Hér getur ekkert klikkað. Hægt er hægt að leika sér með framsetninguna  t.d. bera hann fram í litlum sultukrukkum eða í snaps glösum, sem er flott í standandi boð.
Mikilvægt er að nota gott múslí og í þetta sinn valdi ég Love Crunch múslí með dökku súkkulaði og berjum en það fæst í Kosti og bragðast unaðslega. Granateplin (pomegranate) fékk ég einnig í Kosti en það er ávöxtur sem er ótrúlega gaman að nota í hinar ýmsu uppskriftir, bragðgóður og fallegur.

Einfaldi eftirrétturinn fyrir 4
420 gr. grísk jógúrt
1 peli rjómi
1 vanillustöng
Love crunch múslí, bragð að eigin vali
Granatepli
Agavesýróp

  1. Grískri jógúrt og rjóma hrært saman þar til stíft. Vanillu hrært útí.
  2. Myljið múslíið aðeins niður.
  3. Látið í glas múslí, jógúrtblönduna, granatepli og loks er agavesýrópi sprautað yfir.
  4. Borðað og notið.

Mér þykir best að ná fræjunum úr granateplinu með því að skera það í tvennt, láta það í kalt vatn og brjóta það síðan niður þannig að fræin detti niðrá botninn. Hella svo vatninu af.  Fljótlegt og hreinlegt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.