Flotti forrétturinn

Home / Flotti forrétturinn

Aspas með parmaskinku og hollandaise sósu

Þessi réttur er frábær sem forréttur, en hentar einnig svo miklu meira en vel sem meðlæti með nautakjöti. Stökkur aspasinn, sölt parmaskinkan og og ljúffeng hollandaise sósa eru þarna í samvinnu sem svínvirkar.

Flotti forrétturinn
1 búnt aspas
1-2 bréf parmaskinka
Skerið endana af aspasinum. Sjóðið í saltvatni í um 4-5 mínútur. Vefjið parmaskinku utanum aspasinn og steikið á pönnu í nokkrar mínútur.

Hollandaise sósa
3 eggjarauður, við stofuhita
300 gr smjör
4 msk sítrónusafi
salt og pipar

  1. Bræðið smjörið við lágan hita. Tekið af hellunni þegar það hefur bráðnað og látið standa aðeins eða þar til hvíta efnið í smjörinu leggst á botninn.
  2. Hitið vatn í stórum potti.  Þeytið eggjarauður og sítrónusafa í skál.  Látið skálina ofan í vatnsbaðið og hrærið þar til blandan þykknar.
  3. Takið skálina úr vatnsbaðinu og blandið smjörinu varlega útí hægt og rólega og þeytið stöðugt á meðan.  Passið að hvíta próteinið sé ekki með
  4. Saltið og piprið eftir smekk og berið síðan sósuna með aspasinum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.