Einfaldur kjúlli í karrý með eplabitum

Home / Einfaldur kjúlli í karrý með eplabitum

Stundum er svo gott að fá sér bara venjulegan heimilismat sem fljótlegt og einfalt er að gera. Þennan rakst ég á food.com og kolféll fyrir honum enda ferskur, léttur og bragðgóður. Kjúklingur í karrý með litlum eplabitum sem gera ótrúlega mikið fyrir þennan einfalda rétt. Bragðið er milt og kjúklingarétturinn sérstaklega barnvænn. Strákurinn minn sem að sagðist ekki borða svona rétt sleikti diskinn sinn og bað um meira. Skellið ykkur í búðina og kaupið tilbúinn kjúlla, epli og karrý og þið eruð á góðri leið með þennan.. klárlega vinur ykkar í tímaþröng.
2012-12-18 15.27.13-22012-12-18 15.27.35

Kjúlli í karrý með eplabitum
1 msk smjör
1/2 laukur, saxaður
1 grænt epli, afhýtt, kjarnhreinsað og skorið í teninga
2 hvítlauksrif, söxuð
1 msk sterkja (t.d. maisenamjöl)
1 1/2 msk karrý
1/4 bolli mjólk
1 bolli vatn (1 bolli = 240 ml)
1 kjúklingateningur
1 1/2 msk fínrifin sítrónubörkur
1 msk sítrónusafi
3 bollar eldaður kjúklingur (ég notaði rúmlega 2 bringur) skorinn í teninga

Aðferð

  1. Bræðið smjör á pönnu.
  2. Bætið út í lauk, eplabitum og hvítlauk og blandið vel saman. Eldið þar til laukurinn er gagnsær eða í um 10 mínútur
  3. Bætið karrý út í blönduna og hrærið vel saman.
  4. Leysið sterkjuna upp í mjólkinni og hellið síðan út í pönnuna.
  5. Látið því næst vatnið og kjúklingateninginn saman við.
  6. Látið malla við lágan hita þar til blandan hefur þykknað.
  7. Bætið sítrónuberki og sítrónusafa út í.
  8. Síðast fer fulleldaði kjúklingurinn í blönduna og hitaður í gegn.
  9. Þá er þetta gúmmelaði tilbúið og borið fram með hrísgrjónum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.