Helgarsyndin – Snickersís

Home / Helgarsyndin – Snickersís

Helgarsyndin að þessu sinni er snickersís sem er næstum því ólýsanlegt lostæti. Gómsætur vanilluís, mjúk karmellan og stökkar salthnetur sem allt er hulið himnesku kókossúkkulaði. Skemmtilegt að bera þetta fram þegar gesti ber að garði eða bara gúffa þessu í sig aleinn fyrir framan sjónvarpið. Hér er þó nokkuð sem ber að hafa í huga

  • Mjúkís gengur ekki, hann er alltof linur og blandan dettur í sundur og verður ómöguleg.
  • Í þessari uppskrift gef ég upp döðlukarmelluuppskrift sem mér finnst algjört lostæti, en þið getið líka bara keypt eða gert venjulega karmellu.
  • Í lokin þegar þið dýfið bitunum í súkkulaðið ekki hafa það sjóðandi heitt heldur leyfið því aðeins að kólna, þó án þess að það harðni.
  • Þessi uppskrift miðast við 10 bita. En þið getið skorið þá í enn minni og haft þetta eins og nokkurs konar konfekt, sem þó verður sko verður að borðast hratt.

2012-12-14 13.55.42-2

Snickersísinn
1 1/2 bolli ís
karmellusósa (sjá uppskrift að neðan)
1/2 bollisalthnetur
1 1/4 bolli súkkulaði (70%, suðusúkkulaði eða súkkulaðidropar) + 1/2 bolli kókosolía, brætt saman í potti.

Hráfæðikarmellan
10 döðlur, skornar smátt
2 msk vatn
2 msk vanilludropar
2 msk kókosolía
2 msk agavesýróp

Blandið saman í matvinnsluvél þar til mjúkt og lítur út eins og karmella (um 5-10 mín). Geymið í kæli.

Aðferð

  1. Látið smjörpappír í brauðform.
  2. Látið ís í botninn á forminu. Frystið í 20 mínútur.
  3. Látið því næst karmelluna yfir.
  4. Dreifið nú salthnetunum yfir karmelluna.
  5. Frystið í 1 klukkustund.
  6. Takið úr frysti og skerið í um 10 bita. Dýfið í súkkulaðið. Látið standa í smá stund á smjörpappír eða þar til súkkulaðið hefur stökknað. Frystið þar til þið getið ekki beðið lengur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.