Þessi hrísgrjóna-pulsuréttur var gerður þegar lítið var til í ísskápnum og ég varð að vinna með það sem ég hafði. Börnin kveljast þegar lítið er í ísskápnum, þó reyndar þau segi fáránleg oft að það sé ekkert til þegar ísskápurinn er stútfullur af mat. Mér finnst það hinsvegar frábært því þá einmitt nýti ég það sem er til og oft verða til frábærar uppskriftir við svona aðstæður #sorrynotsorry – Þessi uppskrift var einmitt gerð þegar “ekkert” var til í ísskápnum og vakti meira að segja mjög mikla lukku heimilisgesta. Fyrirmyndina fann ég á Delish en ég breytti henni örlítið. Hvort sem við segjum pulsur eða pylsur þá er þetta uppskrift sem kemur skemmtilega á óvart!
Færslan er unnin í samstarfi við Innnes.
Leave a Reply