Einfaldur rósmarínkjúklingur í parmaskinku

Home / Einfaldur rósmarínkjúklingur í parmaskinku

Þó svo að vorið sé ekki komið til okkar að þá má engu að síður þykjast. Hér er á ferðinni léttur og ljúffengur réttur sem færir okkur að minnsta kosti sól í hjarta.

Nýja uppáhaldið mitt eru kjúklingalæri sem eru ljúf tilbreyting frá kjúklingabringunum en þau eru oft mýkri og safaríkari. Í þessari uppskrift notaði ég kjúkling frá Rose en hann er fyrsta kjúklingavaran á Íslandi sem gæðavottaður er skráargatinu en  tilgangur Skráargatsins er fyrst og fremst sá að auðvelda neytendum að finna hollustuvörurnar í sínum flokki með þessari gæðavottun.   Úrbeinuðu kjúklingalærin frá Rose Poultry eru því hollasti valkosturinn sínum flokki og það líkar mér vel. Kjúklinginn frá Rose má finna í öllum helstu matvöruverslunum landsins.

 

IMG_9097-2

Marineringin gerð klár

IMG_9133-5

Ef tími gefst leyfið þessu að standa aðeins

IMG_9138-4

Kjúklingalærin vafin í parmaskinku

IMG_9198-6

 

Dinner is served

Rósmarínkjúklingur í parmaskinku
60 ml ólífuolía
3 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
rósmarín, fersk
10 kjúklingalæri, úrbeinuð
salt og pipar
10 sneiðar parmaskinka
2 sítrónur, skornar í báta/sneiðar
baslamikedik

  1. Látið ólífuolíu og hvítlauk saman í skál. Saxið um 1-2 msk af fersku rósmarín og látið saman við.
  2. Saltið og piprið kjúklingalærin og bætið þeim út í marineringuna. Ef þið hafið tíma er gott að leyfa þessu að liggja í smá stund.
  3. Vefjið kjúklinginn í hráskinkuna og látið litla rósmarín grein í miðjuna.
  4. Dreypið smá olíu á kjúklinginn og grillið í um 12-15 mínútur eða látið kjúklinginn inn í 180°c heitan ofn í um 35- 40 mínútur. Varist að ofelda hann.
  5. Kreistið sítrónu yfir hvern kjúklingabita og hellið smá balsamikediki yfir áður en þið gæðið ykkur á þessari dásemd. Berið fram með góðu salati og t.d. kartöflumús.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.