Eton Mess er þessi einfaldi og frábæri eftirréttur sem allir elska að elska. Hann er einfaldur í undirbúningi þar sem marengsinn er gerður deginum áður þannig að þegar gestirnir mæta þarf í raun að þeyta rjóma og setja hann saman. Hér er súkkulaðiútgáfan af þessum snilldarrétti og punkturinn yfir i-ið er dásemdar hindberjamauk.
When life brings you chocolate
Eton Mess með súkkulaðimarengs
Súkkulaðimarengs
5 eggjahvítur, við stofuhita
240 g sykur
3 msk hágæða kakó
80 g 70% súkkulaði, gróflega saxað
Hindberjamauk
300 g hindber, fersk
2 msk flórsykur
1 msk vanillusykur
Súkkulaðirjómi
5 dl rjómi
2 msk kakó
1 msk vanillusykur
- Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru orðnar stífar. Bætið sykri smátt og smátt saman við. Þeytið þar til eggjahvíturnar eru orðnar vel stífar og leka ekki. Bætið kakói og súkkulaði varlega saman við með sleif.
- Setjið marengsinn á smjörpappír á ofnplötu. Hitið ofninn 175°c. Setjið marenginn inn og skrúfið niður í 110°c. Bakið í eina klukkustund. Slökkvið niður í ofninum en opnið hann ekki. Geymið marengsinn yfir nótt í ofninum.
- Rétt áður en rétturinn er borinn fram hrærið þið rjómann og bætið kakói saman við. Kremjið hindberin með gaffli ásamt flórsykri og vanillusykri.
- Látið rjóma í botninn á glasi eða skál, setjið mulinn marengs yfir, síðan hindberjamauk og þá rjóma og endurtakið. Marengsinn á að vera í meirihluta í réttinum. Berið fram og njótið.
Leave a Reply