Geggjaðir grillborgarar með mexico- og piparosti

Home / Geggjaðir grillborgarar með mexico- og piparosti

Gleðilegan Eurovision dag kæru Íslendingar. Það er alltaf gaman hóa í góðan hóp að fólki og gæða sér á góðum mat sama hvert tilefnið er og ég vona að þið eigið skemmtilegt kvöld í vændum. Læt fylgja með uppskrift að svaðalegum grillborgurum með mexico og piparosti sem bráðna í munni. NAMM!

 

Geggjaðir grillborgarar

600 g nautahakk
1/2 búnt steinselja
2 hvítlauksrif, pressuð
1/2 piparostur, rifinn
1/2 mexicoostur, rifinn
salt og pipar

  1. Blandið öllum hráefnunum saman og mótið borgara.
  2. Grillið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.