Hér er á ferðinni sannkallað hátíðarsalat sem er tilvalið með góðum mat á hátíðisdögum eins og jólunum. Salatið inniheldur spínat, trönuber, perur, ristaðar pekanhnetur og muldan geitaost og er velt upp úr dásemdar balsamik dressingu. Uppskriftin kemur frá snillingunum á Two Healthy Kitchens og trúið okkur þið munið elskið þetta!!!
Hátíðarsalat eins og það gerist best
Hátíðarspínatsalat með perum, sykurhúðuðum pekanhnetum og geitaosti
150 g lífrænt spínat frá Hollt & Gott
1 pera, afhýdd og skorin í litla bita
100 g sykurhúðaðar pekanhnetur
80 g trönuber
100 g geitaostur
Dressing
2 msk balsamik edik
1 ½ tsk hlynsýróp
1 msk ólífuolía
½ tsk dijon sinnep
hnífsoddur sjávarsalt
- Setjið spínat í skál og stráið perum, pekanhnetum, trönuberjum og geitaosti yfir.
- Gerið dressinguna með því að hræra saman balsamik ediki, hlynsýrópi, ólífuolíu, sinnepi og salti þar til allt hefur blandast vel saman.
- Hellið dressingunni yfir rétt áður en salatið er borið fram.
Sykurhúðaðar pekanhnetur
1 ½ msk púðusykur
1 ½ msk vatn
1/8 tsk vanilludropar
1/8 tsk sjávarsalt
100 g pekanhnetur
- Setjið púðusykur, vatn, vanilludropa og sjávarsalt saman í skál og hrærið.
- Ristið pekanhneturnar á pönnu í 2-3 mínútur við meðal hita, hrærið í á meðan og varist að þær brenni. Þegar hneturnar gefa frá sér ljúfan ilm eru þær tilbúnar.
- Hellið púðursykurblöndunni út á pönnuna yfir hneturnar og hrærið strax í blöndunni í um 15 sekúndur eða þar til hneturnar eru vel húðaðar. Takið þá af pönnunni.
- Dreyfið hnetunum yfir ofnplötu hulda smjörpappír og kælið.
Leave a Reply