Frábær kalkúnauppskrift fyrir byrjendur

Home / Frábær kalkúnauppskrift fyrir byrjendur

Þakkargjörðahátíðin verður haldin hátíðleg næstkomandi fimmtudag eða þann 24. nóvember. Þessi hefð sem hófst í Bandaríkjunum og Kanada hefur undanfarið verið að færast til Íslands enda stórgott tækifæri til að hefja aðventuna, hóa í fjölskyldu og vini, gæða sér á bragðgóðum mat um leið og maður þakka fyrir allt það góða sem maður hefur.

Þessi uppskrift að kalkúni með hvítlauks- og kryddjurtamarineringu er eins einföld og þær gerast og frábær fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í kalkúnaeldun en einnig fyrir fólk sem vill frábæran kalkún án mikillar fyrirhafnar.

Þakkargjörðarkalkúninn kom úr heimaverslun Reykjabúsins en þar fæst hvort tveggja ferskt og frosið kalkúnakjöt, heilir kalkúnar, bringur, hakk, strimlar, álegg o.fl. Heimaverslunin er opin alla miðvikudaga og fimmtudaga frá 16.00 – 18.30 og er staðsett í Reykjum Mosfellsbæ.

img_6688

Frábært hátíðarvín með þakkargjörðarkalkúninum

Með kalkúninum buðum við upp á Campo Viejo Gran Reserva sem kemur frá Spáni er frábært vín á góðu verði sem hentar sérstaklega vel með veislumat. Hér er á ferðinni rauðvín fyrir þá sem vilja gera gott við sig og sína.

 

NOTE TO SELF: Sé kalkúnninn frosinn er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að hann getur verið 2-3 sólahringa að þiðna og því mikilvægt að kaupa hann annaðhvort ferskan eða með góðum fyrirvara.

 

img_6635

Kalkúninn er nuddaður vel með hvítlauks- og kryddsmjöri

img_6678

Þegar góða veislu gjöra skal

 

Einfaldur kalkúnn í hvítlauks og kryddmarineringu
6.5 kg kalkúnn frá Reykjabúinu
120 g smjör, mjúkt
60 ml ólífuolía
1 msk fersk basilía
1 msk ferskt rósmarín
1 msk fersk steinselja
börkur af 1 sítrónu, fínrifinn
1 sítróna
½ laukur
1 sellerí, skorið í strimla
1 hvítlauksrif,
100 g sjávarsalt
2 msk svartur pipar

  1. Takið kalkúninn úr kæli og látið liggja við stofuhita í um klukkustund. Fjarlægið innyflin og hreinsið með köldu vatni. Leggið kalkúninn í form og þerrið vel þannig að engin bleyta liggi á honum.
  2. Blandið saman smjöri, ólífuolíu, kryddi og fínrifnum sítrónuberki. Nuddið blöndunni vel á kalkúninn og undir húðina.
  3. Stráið sjávar salti og pipar jafnt yfir kalkúninn og inn í hann einnig. Kalkúnninn lítur nú út eins og snjór hafi fallið á hann enda ríflegt magn af salti sem þekur hann.
  4. Setjið lauk, sellerí, hvítlauk og hálfa sítrónu inn í kalkúninn og setjið hann síðann í 220°c heitan ofn í um 30 mínútur.
  5. Lækkið hitann eftir það í 180°c með álpappír yfir og eldið í um 1 ½ – 2 klst. Notið kjöthitamælir til að vera viss um að kjötið sé fullkomlega eldað. Takið álpappírinn af síðustu 30 mínúturnar svo hann brúnist fallega.
  6. Þegar kalkúnninn er fulleldaður takið hann þá úr ofninum og látið standa í um 20-30 mínútur áður en hann er borinn fram.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.