Heimsins besta Tiramisu og dásamlegt Sjöstrand kaffi

Home / Heimsins besta Tiramisu og dásamlegt Sjöstrand kaffi

Kaffiunnendur geta nú glaðst, og ég gleðst mikið, því það er komin frábær nýjung í íslensku kaffiflóruna. Margir þekkja Sjöstrand eflaust nú þegar en espressovélin þeirra er tímalaus og falleg sænsk hönnun, úr ryðfríu stáli með glansandi áferð.

Sjöstrand var stofnað á Ingarö í Skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. Þrátt fyrir að vörurnar seljast nú út um allan heim þá leggja þeir hjarta sitt í merkið, innblásturinn kemur frá sænskri náttúru, nálægðinni við stórborgina og ástríðunni fyrir kaffi.

Lykilorðin á bakvið Sjöstrand eru ending, virkni og bragð. Vörurnar eru einfaldar í notkun – með einu einföldu handtaki færðu espresso, alveg eins og þú vilt hafa hann.

 

Falleg og svo miklu meira en það!

 

Mjólkurflóarinn frá Sjöstrand býr til einstaklega vel flóaða eða freydda mjólk við rétt hitastig án þess að þú þurfir að leiða hugann að verkefninu.

 

Umhverfisvæn kaffihylki

Sjöstrand býður upp á einstaka espresso seríu gerða úr dökkristuðu lífrænu kaffi. Ristað og malað á þá leið að útkoman passar einkar vel í kaffihylkið sem brotnar niður með lífrænum úrgangi. Eitt hylki sem skorar hinn klassíska espresso á hólm, án þess að leggja umhverfið að veði. Vélin virkar með Nespresso® kerfinu.

 

Geggjaðir espresso bollar úr 101 Copenhagen línunni úr NORR11

 

Kaffivélin og kaffihylkin fást í NORR11 en einnig er hægt að versla bæði kaffivélina og hylkin hér. Ég fékk einnig þær fregnir að hylkin séu væntanleg í útvaldar verslanir Hagkaupa á höfuðborgarsvæðinu. Ég mæli svo sannarlega með því að kíkja í NORR11 þar sem þeir bjóða gestum að bragða á þessu dásemdar kaffi.

Þar sem ég hef nú eignast þessa frábæru kaffivél og jólin eru handan við hornið var við hæfi að  útbúa einn af mínum uppáhalds eftirréttum, Tiramisu. Ekki aðeins er hann virkilega bragðgóður heldur einnig ofureinfaldur í gerð og nauðsynlegt að gera hann með 1-2 daga fyrirvara svo bragðið njóti sín sem best. Þetta er því tilvalinn eftirréttur þegar einfalda skal lífið.

Ég nefni Amaretto í þessari uppskrift en aðrir líkjörar að eigin vali ganga vel. Ef þið viljið sleppa áfengi yfir höfuð er rétturinn áfram frábær. En svo er gott að vita að sumar kaffiverslanir selja Amaretto sýróp sem má gjarnan nota.

Heimsins besta Tiramisu

 

Njótið!

 

Namm!

Heimsins besta Tiramisu
Fyrir 6
500 g mascarpone ostur
2 eggjarauður
100 g sykur
2 eggjahvítur
1.5 dl sterkt kaffi, kælt
1.5 dl líkjör, t.d. Amaretto
21 stk Ladyfingers

  1. Hrærið mascarpone, sykur og eggjarauður vel saman.
  2. Þeytið eggjahvíturnar sér þar til þær eru orðnar vel stífar.
  3. Blandið varlega saman við mascarpone blönduna með sleif.
  4. Blandið kaffi og Amaretto saman og setjið i skál.
  5. Dýfið Ladyfingers kexkökunum í um 3-5 sek í blönduna þar til þær eru farnar að mýkjast en forðist að þær sé of lengi í kaffiblöndunni því þá verða þær of maukaðar.
  6. Leggjið eitt lag af kexkökunum í mót eða fallega skál. Setjið einn þriðja að mascarpone blöndunni yfir. Endurtakið þrisvar sinnum eða þar til hráefnin hafa klárast.
  7. Setjið í ísskáp í að minnsta kosti sólahring, enn betra ef það er í kæli í tvo sólahringa.
  8. Stráið kakódufti yfir og berið fram.

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sjöstrand á Íslandi.

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.