Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þessa dásemdar skyrköku en það skiptir kannski ekki öllu hún slær alltaf í gegn, bæði hjá mér og þeim sem hana bragða. Það besta við þessa uppskrift er svo hversu ótrúlega litla fyrirhöfn það tekur að útbúa hana. Það skal því engan undra að þessi hafi verið vinsæl í saumaklúbbum þegar það þarf oft að rigga upp einhverjum hittara áður en gestirnir mæta. Ef þið hafið bragðað þessa vitið þið hversu mikla dásemd er um að ræða, en ef ekki þá þurfið þið svo sannarlega að bæta úr því.
Vanilluskyrkakan sívinsæla
150 g LU kanilkex
120 g smjör, brætt
500 gr KEA vanilluskyr
250 ml rjómi
1 krukka sulta, t.d. drottningasulta
- Myljið kexið niður og blandið saman við brætt smjörið. Setjið í form.
- Þeytið rjómann og blandið síðan skyrinu saman við rjómann með sleif.
- Setjið rjómablönduna ofan á botninn. Frystið í um 30 mínútur.
- Takið úr frysti og setjið sultu ofan á, magn eftir smekk.
Leave a Reply