Innihaldslýsing

1/2 bolli hoisin sósa, ég notaði Blue dragon
2 msk olía
1 msk hrísgrjónaedik frá Blue dragon
2 msk sojasósa frá Blue dragon
2 msk fínt saxað ferskt engifer
2 gulrætur skornar í strimla
500g kjúklingabringur, ég notaði frá Rose Poultry
1 pk eggjanúðlur frá Blue dragon
1 paprika skorin í litla strimla
1/2 blaðlaukur skorinn í sneiðar
1 rautt chili skorið í bita
  Þessi núðluréttur er brjálæðislega einfaldur og fljótlegur og tilbúinn á núlleinni. Ekta matur til að henda í í miðri viku eða jafnvel á föstudagskvöldi þegar maður nennir engu.   Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes ehf.     Myndir og uppskrift eftir Völlu      

Leiðbeiningar

1.Setjið saman hráefnið í marineringuna og skerið kjúklinginn í litla bita. Marinerið kjúklinginn í leginum í 30 mín.
2.Saxið grænmeti og léttsteikið, takið til hliðar
3.Setjið kjúklinginn ásamt marineringunni á heita pönnu og steikið þar til hann er gegnumsteiktur
4.Sjóðið núðlur samkvæmt leiðbeiningum, tekur ekki nema 4-5 mín.
5.Blandið saman kjúklingnum og grænmeti. Setijð núðlurnar í skál og hellið af pönnunni yfir. Berið fram með chili, ferskum kóríander ef hann er til og jafnvel nokkrum hnetum ef þið eigið.

 

Þessi núðluréttur er brjálæðislega einfaldur og fljótlegur og tilbúinn á núlleinni. Ekta matur til að henda í í miðri viku eða jafnvel á föstudagskvöldi þegar maður nennir engu.

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes ehf.

 

 

Myndir og uppskrift eftir Völlu

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.