Frábær helgi framundan þar sem margir Íslendingar munu njóta þess að horfa á Íslendinga keppa við Frakka á EM í fótbolta næstkomandi sunnudag. Ég veit í alvörunni ekki hvort taugarnar mínar þoli þetta og það í 90+ mínútur.
Við sem verðum ekki í París á sunnudaginn þurfum endilega að gera okkur glaðan dag og hóa í vini og fjölskyldu. Þennan humarpastarétt er frábært, einfalt og fljótlegt að gera þegar þið eigið von á fjölda fólks. Yndislega bragðgóður og kallar á gott hvítvín eins og ítalska vínið Soave frá Allegrini. Yndislegt alveg hreint. Njótið vel og ááááfram Ísland.
Humarpasta með tómatbasilpestói
Soave smellpassar með humarpasta
Humarpasta með tómatbasilpestói
500 g spaghetti
500 g humar
240 ml vatn af pastasoðinu
Tómatbasilpestó
250 g Paradiso sólþurrkaðir tómatar
1 búnt fersk basilíka
3 hvítlauksrif
1 skarlottulaukur
2 msk möndlur
1 msk balsamik edik
1 msk tómat paste
½ tsk rauðar piparflögur
½ tsk oregano
½ tsk pipar
1 tsk salt
- Sjóðið pasta í saltvatni þar til al dente. Takið 240 ml af pastasoðinu og geymið.
- Setjið öll hráefnin fyrir tómatbasilpestóið í matvinnsluvél og vinnið þar til allt hefur blandast vel saman.
- Hitið pönnu og látið tómatbasilpestóið útá pönnuna og steikið í um 1 mínútu. Bætið humar saman við og steikið þar til humarinn er fulleldaður. Bætið þá parmesanosti saman við og hitið þar til hann er næstum bráðinn.
- Bætið að lokum pastanu saman við og hrærið vel saman. Hellið pastavatninu saman við, magn eftir þörfum ca. 180-240 ml. Berið fram með parmesan og góðu hvítlauksbrauði.
Leave a Reply