Jólaleg kanilskúffukaka með kaffikremi

Home / Jólaleg kanilskúffukaka með kaffikremi

Mig fer alltaf að langa í þessa dásamlegu kanilskúffuköku þegar jólin nálgast enda hefur þessi kaka verið kölluð jólaskúffukaka á mínu heimili. Uppskriftin er bæði fljótleg og sáraeinföld og passar ótrúlega vel að skella í eina svona til að gæða sér á í jólastússinu. Eftir að ég greindist með eggjaofnæmi hefur þessi uppskrift komist í enn meira uppáhald hjá mér þar sem hún er alveg eggjalaus. Einnig er kakan alls ekki síðri mjólkurlaus og þá hentar hún líka þeim sem eru vegan. Fyrir þá sem vilja sleppa mjólkinni eru upplýsingar inn í sviga fyrir aftan mjólkurvörurnar um hvað hægt er að nota í staðinn. Vona að þið verðið jafn hrifin og ég af þessari dúnmjúku kanilskúffuköku með ómótstæðliega kaffikreminu og hver veit nema hún nái að koma ykkur í örlítinn jólafíling.

Kveðja,
Anna Rut

Skúffukaka

Jólaleg kanilskúffukaka með kaffikremi
175 g brætt smjör (eða smjörlíki)
500 g sykur
8 dl AB mjólk/súrmjólk (eða tvær stórar 400 gramma dósir af vanillu Soyade jógúrti)
600 g hveiti
3 tsk matarsódi
6 tsk kanill

  1. Hitið ofninn í 200°c.
  2. Hrærið vel saman smjörið og sykurinn í hrærivél.
  3. Bætið súrmjólkinni út í og hrærið aðeins áfram.
  4. Hrærið því næst þurrefnunum lauslega saman við þar til allt hefur blandast vel saman.
  5. Hellið deiginu í frekar stórt smurt form eða ofnskúffu og hafðið bökunarpappír í botninum.
  6. Bakist í 30 -40 mínútur eða þar til kakan er fullbökuð.
  7. Láttið kökuna kólna áður en kremið er sett á.

 

Kaffikrem
350 g flórsykur
6 msk kakóduft
75 g brætt smjör (eða smjörlíki)
2 tsk vanilludropar
5-6 msk sterkt kaffi

  1. Sigtið flórsykurinn og kakóið
  2. Setjið smjörið, kaffið og vanilludropana saman við og hrærðu vel.
  3. Smyrjið kreminu á kökuna

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.