Að þessu sinni er gestabloggarinn okkar matgæðingurinn og bakstursnillingurinn hún Anna Rut Ingvadóttir en hún er þekkt fyrir að vera sérstaklega sniðug í eldhúsinu og ekki síst þegar kemur að girnilegum kökum. Anna Rut býr yfir mikilli reynslu enda var hún heimilifræðikennari í Ártúnsskóla en er nú í mastersnámi í mannauðsstjórnun. Hún gefur okkur hér uppskrift af dásamlegri jólapavlovu sem mun sóma sér vel á veisluborðinu.
Jóla Pavlova
4 eggjahvítur
1/8 tsk salt
250 g sykur
2 tsk maizena mjöl
1 tsk edik (hvítvíns eða matreiðslu)
Hindberja sósa
125 g frosin hindber – afþýdd
Safi úr hálfri sítrónu
4 msk sykur
Ofan á
4 dl rjómi – þeyttur
Ber að eigin vali til að skreyta með, t.d. hindber, jarðaber eða kirsuber.
Einnig er mjög gott að skreyta með granateplafræjum.
Aðferð
- Hitaðu ofninn í 120°C. Settu bökunarpappír á plötu og teiknaðu stóran hring (um það bil 22 cm) og annan minni hring innan í (um það bil 13 cm). Ég notaði tvær stærðir af kökudiskum til að teikna eftir.
- Þeyttu eggjahvíturnar, saltið og sykurinn saman þangað til marengsinn er orðin stífur og glansandi. Hrærið maizenamjölinu og edikinu varlega saman við með sleif.
- Sprautaðu marengsinum á milli stóra og litla hringsins á plötunni eða settu hann með skeið (þetta á að líta út eins og krans).
- Bakaðu marengsinn í tvo klukkutíma, slökktu síðan á ofninum en ekki taka marengsinn út fyrr en ofninn er orðinn kaldur.
- Búðu til sósuna með því að mauka saman öll innihaldsefnin þar til sykurinn hefur leystst upp. Þetta er hægt að gera í blandara, matvinnsluvél eða með töfrasprota.
- Þegar marengsinn er orðin kaldur sprautaðu þá rjómanum ofan á hann (eða settu með skeið.
- Helltu sósunni ofan á rjómann og skreyttu með ferskum berjum og myntulaufum.
Leave a Reply