Jólapavlova

Home / Jólapavlova

Að þessu sinni er gestabloggarinn okkar matgæðingurinn og bakstursnillingurinn hún Anna Rut Ingvadóttir en hún er þekkt fyrir að vera sérstaklega sniðug í eldhúsinu og ekki síst þegar kemur að girnilegum kökum. Anna Rut býr yfir mikilli reynslu enda var hún heimilifræðikennari í Ártúnsskóla en er nú í mastersnámi í mannauðsstjórnun. Hún gefur okkur hér uppskrift af dásamlegri jólapavlovu sem mun sóma sér vel á veisluborðinu.

jóla

Jóla Pavlova
4 eggjahvítur
1/8 tsk salt
250 g sykur
2 tsk maizena mjöl
1 tsk edik (hvítvíns eða matreiðslu)

Hindberja sósa
125 g frosin hindber – afþýdd
Safi úr hálfri sítrónu
4 msk sykur

Ofan á
4 dl rjómi – þeyttur
Ber að eigin vali til að skreyta með, t.d. hindber, jarðaber eða kirsuber.
Einnig er mjög gott að skreyta með granateplafræjum.

 

Aðferð

  1. Hitaðu ofninn í 120°C. Settu bökunarpappír á plötu og teiknaðu stóran hring (um það bil 22 cm) og annan minni hring innan í (um það bil 13 cm). Ég notaði tvær stærðir af kökudiskum til að teikna eftir.
  2. Þeyttu eggjahvíturnar, saltið og sykurinn saman þangað til marengsinn er orðin stífur og glansandi. Hrærið maizenamjölinu og edikinu varlega saman við með sleif.
  3. Sprautaðu marengsinum á milli stóra og litla hringsins á plötunni eða settu hann með skeið (þetta á að líta út eins og krans).
  4. Bakaðu marengsinn í tvo klukkutíma, slökktu síðan á ofninum en ekki taka marengsinn út fyrr en ofninn er orðinn kaldur.
  5. Búðu til sósuna með því að mauka saman öll innihaldsefnin þar til sykurinn hefur leystst upp. Þetta er hægt að gera í blandara, matvinnsluvél eða með töfrasprota.
  6. Þegar marengsinn er orðin kaldur sprautaðu þá rjómanum ofan á hann (eða settu með skeið.
  7. Helltu sósunni ofan á rjómann og skreyttu með ferskum berjum og myntulaufum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.