Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum

Home / Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum

Dásamlega gott nammi sem ég vara ykkur við að gera nema þið hafið einhvern hjá ykkur til borða það með ykkur….trúið mér, ég tala af reynslu. Þetta er svona einu sinni byrjað, getið ekki hætt. Stökkt, en um leið svo mjúkt, með ljúfri karmellu og dásamlegum lakkrís. Þessa verðið þið að prufa!!!!!

 

IMG_0250

IMG_0265

Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum
300 g Dumle karmellur
130 g smjör
200 g lakkrísreimar (fylltar eða ófylltar)
90 g kornflex, mulið gróflega

  1. Bræðið karmellurnar og smjör saman í potti. Bætið lakkrís og kornflexi saman við og hrærið vel saman.
  2. Setjið í form (24x34cm) hulið smjörpappír og geymið í kæli á meðan kremið er útbúið.

Krem
400 g rjómasúkkulaði
60 g smjör

  1. Bræðið súkkulaði og smjör saman í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Hellið því næst yfir kornflexnammið. Setjið í fyrsti og geymið í amk. 20-30 mínútur. Takið úr frysti og skerið í bita.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.