Kjúklingarétturinn sem allir elska Í einu orði sagt dásamlegur réttur og sannkölluð hátíð fyrir bragðlaukana. Ég prufaði hér í fyrsta sinn að ofngrilla paprikur og eggaldin sem gerir gæfumuninn í þessum rétti og komst að því að það er ótrúlega einfalt og skemmtilegt. Ekki láta það fæla ykkur frá. Nú ef þið leggið alls ekki...

Kjúklingarétturinn sem allir elska

Í einu orði sagt dásamlegur réttur og sannkölluð hátíð fyrir bragðlaukana. Ég prufaði hér í fyrsta sinn að ofngrilla paprikur og eggaldin sem gerir gæfumuninn í þessum rétti og komst að því að það er ótrúlega einfalt og skemmtilegt. Ekki láta það fæla ykkur frá. Nú ef þið leggið alls ekki í það er hægt að kaupa grillaðar paprikur í krukku, jafnvel eggaldin.

Kjúklingaréttur sem kitlar bragðlaukana
2 eggaldin, skorin í tvennt
3 rauðar paprikur, kjarnahreinsaðar og skornar í tvennt
Olía
600 gr. kjúklingalundir
Chillíkrydd
1 laukur, smátt skorinn
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 dós (400 gr.) pastasósa
1 dós (70 gr.) tómatpúrre
1 kúla mozzarella, skorin í þunnar sneiðar
1 búnt af ferskri basilíku, söxuð
Brauðmylsna úr tveimur vel ristuðum brauðum
Pasta að eigin vali, soðið þar til næstum al dente
Aðferð

  1. Penslið eggaldin og paprikurnar með olíu og leggið á ofnplötu með bökunarpappír þannig að hýðið snúi upp. Grillið í ofni í um 30 mín eða þar til húðin á paprikunum verður svört. Kælið. Takið hýðið af paprikunum (það ætti að renna auðveldlega af) og skafið kjötið úr eggaldininum. Látið paprikurnar og  kjötið úr eggaldininu saman í skál.
  2. Kryddið kjúklinginn með chillíkryddi og steikið á pönnu þar til hann er eldaður í gegn og gylltur. Takið til hliðar.
  3. Léttsteikið því næst lauk og hvítlauk saman. Bætið grilluðu paprikunum og eggaldinkjötinu saman við og hrærið í um 1 mínútu. Bætið pastasósu og tómatpúrre útí og hrærið að suðu. Takið af hellunni, setjið basil út í og kryddið með salti og pipar.
  4. Takið eldfast mót og setjið í það rúmlega botnfylli af soðnu pasta.
    Hellið helmingnum af sósunni yfir pastað og raðið því næst kjúklinginum yfir það og hellið svo restinni af sósunni yfir.  Setjið mozzarella yfir allt saman og stráið svo brauðmylsnu yfir.
  5. Látið í ofn í um 15 mínútur eða þar til osturinn er gullinn.Það er hægt að nota pastasósu með basil ef þið eigið ekki ferska, hitt er að sjálfsögðu betra, en þetta er alveg líka gott. Einnig ef þið eigið ekki pastasósu er hægt að nota saxaða tómata í dós eða jafnvel maukaða tómata.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.