Kjúklingabringur með rjómaosta- og pestófyllingu

Home / Kjúklingabringur með rjómaosta- og pestófyllingu

Helgarrétturinn er mættur í allri sinni dýrð. Himneskar og ofureinfaldar kjúklingabringur fylltar með rjómaosti, pestó og parmaskinku, svona réttur sem hefur það allt!

Kjúklingarétturinn bragðast frábærlega með sætum kartöflum, góðu salat og dásamlegt að bera fram með vel kældu Jacob´s Creek Chardonnay hvítvíni frá Ástralíu með suðrænni ávaxtasýru sem smellpassar með þessum. Njótið vel og góða helgi!

IMG_5496

IMG_5530

 

Kjúklingabringur með rjómaosti, pestó og parmaskinku
4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
200 g Philadelphia rjómaostur
1 krukka rautt Filippo Berio pestó
½ búnt fersk basilíka, söxuð
salt og pipar
Parmaskinka

  1. Hrærið saman rjómaosti, pestói og basilíku.
  2. Skerið vasa í bringunar og setjið fyllinguna þar í.
  3. Kryddið með salti og pipar og vefjið parmaskinkunni þétt utanum hana. Setjið ofnfast mót og inn í 180°c í 40-50 mínútur eða þar til bringurnar eru fulleldaðar.

 Með þesum rétti mælum við með Jakob’s Creek hvítvíni 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.