Innihaldslýsing

2 msk olía
1 laukur, saxaður
1/2 krukka Patak's Korma Spice mix
1 dós kókosmjólk, t.d. frá Blue dragon
50 ml vatn
2 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk ferskt engifer, rifið
500 g kjúklingur, t.d. frá Rose Poultry
50 ml rjómi
1 tsk sykur
Fyrir 3-4

Leiðbeiningar

1.Hitið olíu á pönnu. Steikið lauk, hvítlauk og engifer í 30 sekúndur.
2.Bætið kjúklingi saman við og brúnið.
3.Bætið Korma maukinu út á pönnunina ásamt vatninu og látið malla við vægan hita í 5 mínútur.
4.Bætið kókosmjólk, rjóma og sykri saman við og látið malla í 15 mínútur.
5.Stráið kókosflögum og söxuðu kóríander yfir kjúklinginn.
6.Berið fram með hrísgrjónum, naan og einföldu salati.
Færslan er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.