Frábær Kornflexmarengs með ávaxta og makkarónurjóma sem slær alltaf í gegn!
Algjört namminamm!
Kornflexmarengskaka með makkarónurjóma
Botnar
200 g sykur
50-60 g Kellogg’s Kornflex
4 eggahvítur
1 tsk lyftiduft
Makkarónurjómi
8 makkarónukökur, muldar
100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði
fersk ber að eigin vali (jarðaber, vínber, hindber ofl)
500 ml rjómi, þeyttur
Súkkulaðikrem
100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði
2 eggarauður
1 dl rjómi, óþeyttur
- Gerið botnana með því að stífþeyta eggjahvítur og sykur. Bætið lyftidufti og Kornflexi varlega saman við. Setjið í tvö lausbotna form með bökunarpappír. Bakað í 160°c heitum ofni í um 50 mínútur.
- Blandið saman þeyttum rjóma, ávöxtum og makkarónukökunum ásamt suðusúkkulaði og setjið á milli botnanna.
- Gerið kremið með því að þeyta eggjarauður þar til þær eru orðnar léttar og ljósar. Bræðið suðusúkkulaðið og hrærið varlega saman við og að lokum rjómann. Látið kremið standa í ísskáp í smá stund svo það leki ekki út um allt. Skreytið kökuna með ferskum ávöxtum og njótið vel (mikilvægt).
Leave a Reply