Uppskriftin af þessum dásemdar lakkrískubbum barst frá einni vinkonu til þeirrar næstu þar til að hún barst mér. Þeir eru hrikalega fljótlegir og einfaldir í gerð en um leið hættulega góðir og ég get ekki annað en leyft ykkur að njóta þeirra líka.
Lakkrískubbar
500 g döðlur saxaðar smátt
250 g smjör
120 g púðursykur
5-6 bollar rice crispies
400 g rjómasúkkulaði
2 pokar lakkrískurl
Aðferð
- Döðlur og smjör brætt saman í potti. Púðursykurinn er bræddur með þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar.
- Blandið Rice crispies og lakkrískurli saman við og setjið í form í frysti í 10 mín.
- Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið yfir rice crispiesblönduna og frystið í u.þ.b. 30 mín.
- Skerið í bita og berið fram og njótið.
Leave a Reply