Lúxus Twix hafraklattar

Home / Lúxus Twix hafraklattar

Þessa hef ég bakað áður við mikla lukku enda eru hér á ferðinni lúxus útgáfa af hafraklöttum sem innihalda saxað Twix súkkulaði. Einfaldir og fljótlegir en ofboðslega ljúffengir.

 

 

Twix hafraklattar
250 g smjör, lint
180 g púðursykur hrært vel saman með smjörinu
2 egg bætt við og hrært vel saman
1 tsk vanillusykur
260 g hveiti
smá klípa af salti
1tsk matarsódi
1tsk lyftiduft
150 g haframjöl
3-4 pakkar Twix, saxað

  1. Hrærið smjöri og púðursykri vel saman eða þar til blandan er orðin létt og ljós.
  2. Bætið eggjum saman við, einu í einu.
  3. Bætið þá vanillusykri, hveiti, salti, matarsóda, lyftidufti og haframjöli saman við. Saxið Twix og bætið varlega saman við með sleif.
  4. Bakið í 15-18 mín í 180°c heitum ofni.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.