Kalkúnn með majonesmarineringu

Home / Kalkúnn með majonesmarineringu


Að bjóða upp á og borða kalkún er fyrir  mér afskaplega hátíðlegt. Kannski er það vegna þess hversu sjaldan ég elda kalkún eða vegna þess að þegar það er gert að þá hóar maður í stóran hóp af vinum og vandamönnum og reynir að gera skemmtilega stemmningu í kringum máltíðina.

Það eru til margar aðferðir til við að elda kalkún en ég á mína uppáhalds uppskrift sem ég kalla leynivopnið!

IMG_6062

 

Leynivopnið sér til þess að kalkúnninn verður ótrúlega mjúkur og safaríkur. Það kemur kannski sumum á óvart, öðrum ekki en hráefnið sem um ræðir er majones!
Majonesið einfaldar mér lífið því með því að láta majones á kalkúninn þarf ekki að vera stöðugt að hella smjöri yfir hann heldur sér það algjörlega um þetta. Niðurstaðan er dásamlega bragðgóður kalkúnn sem helst safaríkur marga daga á eftir.

 

IMG_5905

IMG_6071

 

Majones marineraður kalkúnn
6 kg kalkúnn
2 tsk hvítlauksduft
1 tsk salt
1 tsk pipar
½ tsk paprikuduft
1 msk salvía, þurrkuð
2 tsk rósmarín, þurrkað
200 g Hellmann‘s Mayonnaise
60 ml ólífuolía
3 msk eplaedik

  1. Hrærið saman hvítlauksdufti, salti, pipar, paprikudufti, salvíu og rósmarín. Nuddið helmingnum af kryddblöndunni vel á kalkúninn.
  2. Hrærið majonesi, ólífuolíu, eplaediki og afganginum af kryddblöndunni vel saman og látið svo helminginn af þessari blöndu yfir allan kalkúninn.
  3. Látið álpappír lauslega yfir kalkúninn og eldið í 165°c heitum ofni í 3 – 3 ½ klukkustundir. Takið kalkúninn þá úr ofninum og látið afganginn af mayonnaiseblöndunni yfir hann.
  4. Hækkið ofnhitann í 230°c og eldið í 40-50 mínútur til viðbótar eða þar til kjarnhiti á bringu hefur náð 71°c.
  5. Leyfið kalkúninum að standa í 20-30 mínútur áður en hans er notið.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.