Mars twix ostakaka með karmellusósu

Home / Mars twix ostakaka með karmellusósu

Þessa ómótstæðilegu mars-twix ostaköku með karmellusósu gerði vinkona mín hún Birna Varðar fyrir veislu á dögunum. Þegar ég sá hana kom ekkert annað til greina en að ég fengi uppskriftina enda á ferðinni kaka sem er ómótstæðileg með meiru. Birna tók vel í það og hér er uppskriftin fyrir okkur hin að njóta en hún birtist upprunarlega í Gestgjafanum (11tbl 2005). Þessi getur ekki og mun ekki klikka – njótið!

2-2

 

 

Mars-twix ostakaka með karmellusósu

 

1 2 10

4 5 7
Botn
3 stk twix súkkulaði (um það bil 180 g)
50 g heilhveitikex
75 g smjör

  1. Skerið twix í bita og setjið í matvinnsluvél ásamt heilhveitikexinu.  Látið vélina ganga þar til allt er orðið að mylsnu.  Hrærið smjörið þá saman við. Hellið mylsnunni í meðalstórt smelluform og þrýstið henni niður og 3-4 cm upp með hliðunum. Kælið í amk. hálftíma.

Fylling
400 g rjómaostur
100 g sykur
1 dós sýrður rjómi (18%)
5 matarlímsblöð
1/2 dl rjómi
3 stk mars (u.þ.b. 150 g)

  1. Hrærið rjómaostinum vel með sykrinum og blandið svo sýrða rjómanum saman við með sleikju.Leggið matarlímsblöðin í kalt í nokkrar mínútur.
  2. Hitið rjómann og kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum bræðið þau síðan í rjómanum og hrærið saman við ostablönduna með sleikju.

Karmellusósa
1/2 dl rjómi
40 g púðusykur
40 g smjör

  1. Setjið rjóma, smjör og púðusykur í pott hitið að suðu og látið sjóða í 2 mínútur. Hellið helminginum af ostablöndunni í kexskelina. Skerið marsstykkin í bita og dreifið þeim yfir. Jafnið afganginum af ostablöndunni þar yfir og hrærið í blöndunni með prjóni eða hnífsoddi, stingið honum ekki langt niður og hreyfið hann í létta hringi til að blanda karmellunni lauslega saman við ostafyllinguna. Kælið í nokkrar klukkustundir, helst yfir nótt. Losið kökuna varlega úr forminu og berið fram.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.