Mexikóskt fajitas á ofureinfaldan hátt

Home / Mexikóskt fajitas á ofureinfaldan hátt

Maður fær aldrei nóg af mexíkóskum mat og hér er uppskrift sem ætti að vekja mikla lukku. Hráefnin eru fá og matreiðslan einföld en lykillinn liggur í dásamlegri kryddblöndu sem setur svo sannarlega punktinn yfir i-ið. Þetta fajitast má bera fram sem aðalréttur með góðu salati og hrísgrjónum eða sem fylling í dásemdar tortillur. Ykkar er valið…og þetta verður alltaf frábært.

 

 

Mexíkóskt fajitas á ofureinfaldan hátt
4 kjúklingabringur, t.d. Rose Poultry kjúklingabringur eða læri
4 paprikur, í sem flestum litum
1/2 laukur
2 msk olía, ég notaði kaldpressaða ólífuolíu frá Rapunzel
2 tsk taco krydd
1 tsk chilí krydd
1 tsk cumin (ekki kúmen)
1 tsk hvítlauksduft (garlic powder)
safi úr 1/2 – 1 límónu
ferskt kóríander, saxað

 

  1. Skerið kjúklinginn í litla bita og paprikurnar og laukinn í sneiðar.
  2. Blandið kjúklingi, paprikum og lauk saman í stóra skál og hellið ólífuolíunni yfir. Blandið öllum kryddunum saman og stráið yfir allt. Blandið vel saman.
  3. Setjið smjörpappír á ofnplötu og hellið þessu yfir á hana. Dreyfið vel úr.
  4. Eldið í 180°c heitum ofni í  um 15-20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður og grænmetið farið að mýkjast.
  5. Kreystið límónusafa yfir allt, byrjið á safa úr 1/2 límónu og bætið meira safa saman við ef ykkur finnst þörf á því.
  6. Stráið söxuðu kóríander yfir allt. Berið fram með hrísgrjónum og góðu brauði eða sem fyllingu í tortillu.
  7. Umfram allt…njótið vel.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.