Kjúklingur eldaður í mjólk að hætti Jamie Oliver

Home / Kjúklingur eldaður í mjólk að hætti Jamie Oliver

Kjúklingur eldaður í mjólk…er það eitthvað? Það gat að minnsta kosti ekki annað en vakið forvitni mína og þegar meistari Jamie Oliver segir að maður megi alls ekki láta þennan kjúklingarétt fram hjá sér fara hlýtur maður að fara eftir því. Þetta hljómar klárlega öðruvísi en eftir að hafa lesið allar jákvæðu umfjallanirnar frá fólki sem hafði eldað þennan rétt var ekkert annað í stöðunni en að prufa sjálfur.

staub2

 Staub Cocotte frá Ormsson

 

Það var svo á dögunum að ég eignaðist þennan dásamlega fagra Staub Cocotte steypujárnspott. Staub vörurnar voru að koma í verslanir Ormsson, koma í mörgum litum og eru algjört konfekt fyrir augað og hin fullkomna gjöf fyrir matgæðinginn. Að því tilefni ætla ég að vera með Facebook leik og gefa einum heppnum vini okkar einn 28 cm Staub Cocotte í lit að eigin vali. Pottana má nota til að gera kjötkássur, grænmetisrétti, baka brauð, bökur og fleira sem hugurinn girnist. Fylgist með á Facebook síðu GulurRauðurGrænn&salt og þið gætuð dottið í lukkarann!

Ég notaði hinsvegar tækifærið og lét það verða mitt fyrsta verk að gera þennan kjúklingarétt sem ég vil meina að sé með þeim betri sem ég hef bragðað. Kjúklingurinn eldaður í Staub pottinum og uppúr mjólk fellur af beinunum og kryddin setja punktinn yfir i-ið. Svo skemmir ekki að rétturinn er hlægilega einfaldur í gerð. Ég segi eins og Jamie, látið þennan ekki fram hjá ykkur fara!

IMG_7530-2-2

 

Kjúklingur í mjólk
1,5 kg kjúklingur
sjávarsalt
pipar
ólífuolía
1 kanilstöng
1 búnt fersk salvía, laufin notuð
börkur af 2 sítrónum
10 hvítlauksrif
565 ml mjólk

  1. Hitið ofninn á 190°c.
  2. Kryddið kjúklinginn, setjið olíu í pottinn og brúnið kjúklinginn á öllum hliðum. Takið af hitanum, setjið kjúklinginn á fat og hellið olíunni úr pottinum.
  3. Setjð kjúklinginn aftur í pottinn ásamt öllum hráefnunum og eldið í ofninum í 1 ½ klst. Penslið kjúklinginn reglulega á eldurnartímanum. Hafið lokið fyrstu 40-60 mínúturnar en takið það svo af. Berið fram með góðu salatið og kartöflumús.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.