Spicy núðlur á mettíma

Home / Spicy núðlur á mettíma

Þessi réttur er algjör snilld og hentar sérstaklega vel fyrir fólk sem vill láta matinn rífa aðeins í bragðlaukana. Hann er einfaldur í gerð og því fullkominn í kvöldmatinn í miðri viku. Auðvitað má smakka sósuna til og hafa hann mildan, en þá mæli ég með því að bæta aðeins um 1 tsk af chilímaukinu í sósuna. Ég notaði spaghetti af því að það var það sem var til hér heima en hinsvegar er sjálfsagt að nota tagliatelle eða núðlur að eigin vali.

IMG_7738

 

Spicy núðlur á mettíma
400 g spaghetti
2 msk olífuolía
2 egg, lítillega þeytt
½ tsk rauðar piparflögur (red pepper flakes)
1 súkkíní, skorið til helminga og síðan sneiðar
8-10 sveppir, skornir í sneiðar
3 hvítlauksrif, pressuð
2 msk púðursykur
75 ml sojasósa, t.d. Soy sauce frá Blue dragon
1-1 ½ msk chilímauk, t.d. Minched hot chilí frá Blue dragon
4-5 cm biti engifer, rifið niður
1 búnt kóríander, saxað (má sleppa)
4 vorlaukar, saxaðir
1 dl salthnetur, saxaðar

  1. Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum.
  2. Blandið púðusykri, soyasósu, chilimauki og engifer saman í skál. Blandið vel saman og setjið til hliðar.
  3. Setjið 1 msk af olíu á pönnu og hitið. Bætið eggjum og rauðum piparflögum á pönnuna og steikið. Takið síðan af pönnunni og geymið.
  4. Setjið aftur 1 msk af olíu á pönnuna og látið súkkíni, sveppi og hvítlauk á pönnuna og steikið við meðalhita í um 5-6 mínútur.
  5. Lækkið hitann og bætið pasta og eggjum út á pönnuna með grænmetinu. Hellið sósunni saman við og blandið öllu vel saman. Takið af hitanum og stráið kóríander, salthnetum og vorlauk út á.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.