Litrík & ljúffeng orkustykki
Þessi orkustykki eru dásamleg. Ef þú hefur ekki prufað að gera svona heimatilbúin orkustykki hvet ég þig eindregið til að vinda þér í það. Þau eru einföld og fljótleg í gerð og það besta er að þau þurfa ekki að fara inní ofn.
Hráefni
1 bolli möndlur (1 bolli ca 230 ml)
1 bolli pecanhnetur (eða valhnetur)
1 bolli haframjöl
1 bolli þurrkuð trönuber, söxuð (eða aðrir þurrkaðir ávextir)
2 msk sesamfræ (eða t.d. hörfræ)
1/4 bolli hunang
3 msk kókosolía
1/2 tsk salt
1/4 tsk vanilludropar
1/4 tsk möndludropar
hnífsoddur kanill
Aðferð
- Bætið 1/2 bolla af möndlum, 1/2 af pecanhnetum og 1/2 af haframjöli í matvinnsluvél. Blandið þar til að er orðið fínmalað og látið í stóra skál. Saxið afganginn af möndlunum og pecanhnetunum gróflega og látið útí skálina. Bætið útí afganginn af haframjölinu, trönuberjum og sesamfræjum útí og blandið vel saman.
- Blandið saman hunangi, kókosolíu, salti, vanillu og möndludropum og kanil í lítinn pott við meðalhita. Hrærið þar til blandan hefur bráðnað, byrjar að freyða og eldið þá í 15 sek i viðbót. Hellið yfir hnetublönduna og blandið hráefnunum vel saman.
- Hellið blöndunni á ferkantaðan disk með plastfilmu. Þrýstið vel saman. Pakkið síðan inní plastfilmuna og setjið í frysti þar til að blandan hefur harðnað vel ca. 4 tíma.
- Takið úr ískápnum og skerið teninga. Pakkið hverju stykki inní plastfilmu/smjörpappír og setjið í kæli eða frysti.
Leave a Reply