Ég get algjörlega óhikað sagt frá því að þetta múslí er það allra besta sem ég hef bragðað. Það inniheldur fullt af fræjum, hnetum og höfrum sem eru stökkir og bragðgóðir og hér með dásamlegu karmellubragði. Ég borða þetta út á súrmjólkina á morgnana og laumast svo í krukkuna yfir daginn og fæ mér smá. Þetta er sko hættulega gott!
Morgunmúslí sem sló í gegn
250 g haframjöl
150 g graskersfræ
150 g sólblómafræ
150 g pekanhnetur
100 g trönuber eða rúsínur
50 g kókosflögur
180 ml hlynsýróp
120 ml ólífuolía
100 g púðusykur
sjávarsalt
- Blandið öllum hráefnunum saman í skál. Látið á ofnplötu með smjörpappír. Setjið í 150°C heitan ofn í um 45 mínútur. Hrærið í múslíinu á 10 mínútna fresti.
- Takið úr ofni og saltið meira ef þið teljið þörf á því. Leyfið múslíinu að kólna alveg áður en þess er notið. Múslíblandan geymist í lofttæmdum umbúðum í allt að mánuð.
Leave a Reply