Ég held því oft fram að langflestar uppskriftirnar á GulurRauðurGrænn&salt séu einfaldar og fljótlegar í gerð og við allra hæfi, líka þeirra sem eru að stíga sín allra fyrstu skref í eldhúsinu. Ég ákvað hinsvegar einn daginn að láta á það reyna og tilkynnti 11 ára syni mínum að nú myndi hann sjá um kvöldmatinn....

Ég held því oft fram að langflestar uppskriftirnar á GulurRauðurGrænn&salt séu einfaldar og fljótlegar í gerð og við allra hæfi, líka þeirra sem eru að stíga sín allra fyrstu skref í eldhúsinu. Ég ákvað hinsvegar einn daginn að láta á það reyna og tilkynnti 11 ára syni mínum að nú myndi hann sjá um kvöldmatinn. Ég rétti honum uppskriftina og hráefnin og settist niður og hafði það huggulegt meðan að drengurinn eldaði. Viti menn, ekki svo löngu síðar var maturinn tilbúinn og hann var sko ekkert slor. Heimagerðar kjötbollur með ítalskri pastasósu og spaghetti – NAMM! Hann fékk fullt hús stiga fyrir þessa eldamennsku!

2013-08-27 18.18.13 2013-08-27 18.18.29 2013-08-27 18.18.32

Heimagerðar kjötbollur með ítalskri pastasósu 
fyrir 3-4
500 g nautahakk
1 lítið egg
1 msk vatn
30 g brauðrasp
1/8 laukur, smátt saxaður
1 tsk ítalskt krydd
salt og pipar

  1. Blandið saman nautahakki, eggi, vatni, brauðmylsnum og lauk. Saltið og piprið og blandið vel saman.
  2. Mótið litlar kjötbollur og látið í ofnfast mót.
  3. Bakið við 170°C í 25-30 mínútur eða þar til kjötbollurnar eru fulleldaðar.

Ítölsk pastasósa
400 gr tómatpassata (maukaðir tómatar)
1/2 dós tómatpúrre
1 hvítlauksrif
1/4 laukur, smátt saxaður
1 tsk basil
1 msk sykur
1/8 bolli ólífuolía
1/8 bolli parmesan

  1.  Steikið í olíu lauk og hvítlauk í potti. Bætið hinum hráefnunum í pottinn og látið malla í um 15 mínútur. Ef sósan er of þykk má bæta við hana smá mjólk eða rjóma.
  2. Berið fram með kjötbollum og pasta.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.