Naan brauð með kókos og trylltri döðlu-, hvítlauks- og chilifyllingu

Home / Naan brauð með kókos og trylltri döðlu-, hvítlauks- og chilifyllingu

Við höfum áður birt uppskrift með góðum og einföldum naan eins og þessum dásamlegu fljótlegu naan og geggjaðri uppskrift að naan brauði ala Þórunn Lárusdóttir sem hafa slegið í gegn á blogginu enda bæði dásemdin ein. 

Það er alltaf tími fyrir góða naan uppskrift og hér kemur ein með kókos og trylltri döðlu, hvítlauks og chilifyllingu. Uppskriftina veit ég ekki nákvæmlega deili á en skylst þó að matreiðslukennari sem heitir Ásta eigi heiðurinn að þessari.  Það er smá dúlt að gera þessi brauð en verðlaunin skila sér við fyrsta munnbita. Njótið vel!

 

Nan brauð með kókos, döðlu, hvítlauks og chilifyllingu
3 dl mjólk, volg
2 msk sykur eða hunang
4 tsk þurrger
13 dl hveiti
1 tsk salt
2 tsk lyftiduft
4 msk olífuolía
3 dl hrein jógúrt eða Ab mjólk

Ofan á
2 msk garam masala (má sleppa)

Fylling
250 g döðlur (ekki ferskar)
165 ml kókosmjólk, t.d. frá Coconut milk frá Blue Dragon
25 g smjör, brætt
2 hvítlauksrif
1 heilt rautt eða grænt chili

Hvítlaukssmjör
100 g smjör
4 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk maldonsalt

  1. Setjið sykur og þurrger saman í skál. Hellið volgri mjólkinni yfir og látið standa í 10 mínútur.
  2. Blandið hveiti, salti, lyftidufti, olíu og Ab mjólk saman við og blandið vel saman með sleif. Bætið við hveiti ef deigið er of blautt. Hnoðið vel og látið lyfta sér á hlýjum stað í 40 mínútur.
  3. Skiptið deiginu í 16 jafnstóra hluta og fletjið með höndunum út mjög þunnar kökur.
  4. Gerið fyllinguna með því að blanda öllum hráefnunum saman í matvinnsluvél þar til það er orðið að þykku maukið. Smyrjið fyllingu á með skeið og leggið kökurnar saman. Fletið betur út með keflinu. Stráið ögn af garam masala á hverja köku og raðið á bökunarplötu.
  5. Stráið kókosflögum á brauðið (má sleppa) og látið lyfta sér á plötunni í 20-40 mínútur.
  6. Bakið næst efst í 250°c heitum ofni í 5-7 mínútur. Penslið brauðin með hvítlaukssmjöri um leið og þau koma úr ofninum og raðið þeim á fat.
  7. Gerið hvítlaukssmjörið. Bræðið smjörið í örbylgjuofni og bætið hvítlauk og salti saman við. Penslið brauðin um leið og þau koma úr ofninum. Berið smjörið sem verður afgangs með brauðunum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.