RUB23 – Ofnbakaður lax með kryddjurtamauki

Home / RUB23 – Ofnbakaður lax með kryddjurtamauki

Nýlega lá leið mín með góðum vinum á veitingastaðinn RUB23. Það er skemmst frá því að segja að sú ferð var mikil gleðiferð. Ekki nóg með það að maturinn hafi verið skemmtilega útfærður, frumlegur og góður, að þá var þjónustan jafnframt framúrskarandi. Það er alltaf ánægjulegt þegar að veitingastaðir leggja áherslu á að starfsfólkið sé vel upplýst um það sem staðurinn býður upp á, sé með góða þjónustulund og glaðlynt, hlutur sem er alls ekki sjálfgefinn en mikilvægur hluti af ánægjulegri upplifun viðskiptavinarins.

Við létum velja fyrir okkur hússins besta í þriggja rétta matseðli.

Forréttur

image

Humar á 3 vegu – hver elskar ekki humar?
Humarsúpa í bolla, humar tempura og grillaður humar. Allt geggjað en held að við höfum sammælst um það að humar tempura hafi átt vinninginn hér.
Hrefna tataky – Hér var ég hrefnu í fyrsta sinn, við andköf vina minna þegar það var viðurkennt. Afbragðsréttur.

Aðalréttir

image (1)


Surf & turf – Humar og naut… getur varla klikkað og gerði það heldur ekki.
Sushi pizzan – Ég fer ekki á RUB23 án þess að fá mér sushi pizzu sem staðurinn er hvað þekktastur fyrir og stendur ávallt fyrir sínu…ummmm.
TEN TEN THREE – Humartempura með ferskri bleikju og salati og chilí mayo.
Crazy cream pepper – sushirúlla með lax, rækju, rjómaosti, pipar og kóríander.. hér er á ferðinni algjör eðalrúlla.

Svo punkturinn yfir i-ið..eftirrétturinn!

image (2)
Epla og möndlubaka með karmellusósu og vanilluís…ummmm.
Lakkrís créme brulée með salthnetuís – þessi öskraði á mig..varð að prufa og fékk þennan í bónus, svo ég færi nú ekki svöng heim ;) Spennandi réttur með sérstöku bragði, frumlegt og skemmtilegt.
Bökuð ostakaka með bláberjasorbet – þessi fékk eftirréttavinninginn að okkar mati og ísinn framúrskarandi.

Ég fékk góðfúslegt leyfi til að birta uppskrift af fallegum, hollum, litríkum og bragðgóðum laxi sem er úr nýju matreiðslubók Rub23. Rétturinn hentar að mínu mati bæði frábærlega á virkum dögum sem og um helgar þegar á að gera vel við sig. Njótið vel!

 

rub

 

Ofnbakaður lax með kryddjurtamauki
7-800 g lax
Kryddjurtamauk
1 bolli spínat
1 bolli ferks steinselja
1 bolli ferskt basil
2 msk ferkst dill
2 msk ferskt rósmarin
2-3 hvítlauksrif
1 ½ dl ólvuolía
1 bolli brauðrasp

  1. Kryddin, hvítlaukur og olía og hvítlauk sett saman í blandara og maukað saman. Brauðraspi bætt við í lokin
  2. Laxinn smurður með kryddjurtarmauki og kryddaður með salt og pipar.
  3. Eldið í ofni í 18-20 mínútur við 180°C.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.