Hvað er betra en nýbökuð ylvolg eplakaka með ís og..já ég sagði OG rjóma. Þessi uppskrift er ofureinföld í gerð og bragðast hreint út sagt dásamlega. Kanillegin epli með karmellukeim og stökkum múslímulningi sem setur punktinn yfir i-ið í þessari frábæru uppskrift.
Bakið – borðið og njótið!
Frábær eplakaka og svo ofureinföld
Eplakaka með múslímulningi
4 rauð epli
3 msk brætt smjör
2 msk hveiti
1 msk sítrónusafi
3 msk mjólk
1/2 tsk vanilludropar
50 g púðusykur
1/2 tsk kanill
Múslímulningur
60 g hveiti
100 g púðusykur
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk kanill
hnífsoddur salt
75 g smjör
50 g Kellogg´s múslí með súkkulaði
- Afhýðið og kjarnahreinsið eplin. Skerið eplin niður og látið í ofnfast mót t.d. 20×30 cm. Blandið bræddu smjöri og hveiti saman í skál. Hrærið mjólk, sítrónusafa, vanilludropum, púðusykri og kanil saman við. Hellið yfir eplin og blandið vel saman.
- Gerið múslímulninginn með því að blanda hveiti, púðusykri, lyftidufti, kanil, salti, smjöri og Kelloggs múslí vel saman. Dreyfið yfir eplin.
- Bakið í 180°c heitum ofni í 35 mínútur eða þar til blandan er orðið gyllt á lit. Berið fram með ís og/eða þeyttum rjóma.
Leave a Reply