Ómótstæðilegt epla nachos!

Home / Ómótstæðilegt epla nachos!

Epla nachos, ójá….”I kid you not”!! Þessi réttur er svo mikil snilld að ég get varla lýst því. Hann er ofureinfaldur, fljótlegur, fáránlega bragðgóður og hollur..check check check…já hann hefur það allt! Hann hentar sérstaklega vel sem snarl fyrir börn, sem forréttur, smáréttur eða eitthvað alveg nýtt í saumaklúbbinn. Þennan verði þið að prufa.

2013-05-05 13.34.38

2013-05-05 13.34.21Ómótstæðilegt epla nachos
3-4 rauð epli, kjarnahreinsuð og skorin í sneiðar
1/2 sítróna eða límóna
4 msk hnetusmjör (fínt)
1 lúka möndlur, niðurskornar
1 lúka pekanhnetur
1 lúka kókosflögur
1 lúka súkkulaðidropar

Aðferð

  1. Raðið eplasneiðunum á disk og kreistið sítrónusafa yfir. Sýran í sítrónunni kemur hér í veg fyrir að eplin verði brún.
  2. Bræðið hnetusmjörið í potti og dreifið yfir eplin.
  3. Stráið möndlum, pekanhnetum, kókosflögum og síðan súkkulaðidropum yfir allt  og endið með því að dreifa fljótandi hnetusmjörinu yfir allt. Geymið í nokkrar mínútur og leyfið hnetusmjörinu að harðna örlítið.

Hér er ekkert heilagt og tilvalið að prufa sig áfram með t.d. ferskum berjum, hunangi, sýrópi, öðrum hnetum og þess háttar. Tilvalið að nýta það sem maður á nú þegar til. Athugið að það er erfitt að bræða gróft hnetusmjör, best að hafa það sem fínast.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.