Helgin nálgast og því ekki að gera sér glaðan dag og fá sér dásaemdar pastarétt með pepperoni og piparostasósu. Rétturinn er ofureinfaldur í gerð og elskaður af öllum sem hann bragða. Í þennan rétt notaði ég nýja uppáhalds pastað mitt sem er ferskt og kemur frá RANA. Ég notaði í þetta sinn hvítt og grænt tagliatelle sem aðeins þurfti 2 mínútna suðutíma. Það góða við þennan rétt er að það er í raun hægt að nota það grænmeti sem ykkur hugnast hverju sinni og eigið í ískápnum. Ekki er þessi réttur verri með góðu rauðvíni…engan veginn.
Dásamlegur pastaréttur tilbúinn á innan við 15 mínútum
Pepperoni pasta í piparostasósu
250 g tagliatelle, t.d. Paglia E Fieno frá RANA
3 msk smjör
1-3 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 rauð paprika, smátt skorin
100 g pepperoni
1 stk piparostur, skorin í litla bita
1 – 1/2 dl matreiðslurjómi (eða mjólk)
- Sjóðið pasta skv leiðbeiningum á pakkningu.
- Setjið smjörið á pönnu og léttsteikið hvítlaukinn og paprikuna.
- Skerið piparostinn í litla bita og bætið saman við ásamt matreiðslurjóma. Látið malla (en ekki sjóða) þar til osturinn hefur bráðnað.
- Hellið sósunni yfir pastað og blandið vel saman. Berið fram með góðu salati og hvítlauksbrauði.
Leave a Reply