Ég er svo heppin að eiga góða nágranna sem gáfu mér rababara í svo miklu magni að hann mun eflaust duga mér út sumarið, kærar þakkir Hanna Björk! Ég var ekki lengi að nýta mér þennan happafeng og skella í þessa dásamlegu uppskrift af rababarapie. Uppskriftin er einföld og fljótleg og bragðast dásamlega með vanilluís.
Karmellufylltu súkkulaðinu stráð yfir rababarann
Eggjakókosblöndunni hellt yfir
Rababarakakan komin úr ofninum
Hér borin fram með vanilluís, rababarasýrópi og karmellusósu!
Rababarapie með kókos og karmellusúkkulaði
7 stilkar rababari
1,5 dl sykur
1 msk kartöflumjöl
100 gr súkkulaði með karmellufyllingu
2 egg
1 dl. sykur
1 dl. kókósmjöl
2 msk hveiti
1 tsk lyftiduft
Aðferð
- Skerið rababaran í þunnar sneiðar.
- Skerið súkkulaðið í bita og setið yfir rababarann.
- Stráið sykrinum og kartöflumjölinu yfir allt.
- Þeytið því næst egg og sykur saman
- Bætið kókósmjöli,hveiti og lyftidufti saman við, þeytið í smástund og hellið síðan yfir rababarann.
- Bakist við 180°c í ca. 40-50 mínútur. Berið fram strax.
Leave a Reply