Rababarapie með kókos og karmellusúkkulaði

Home / Rababarapie með kókos og karmellusúkkulaði

Ég er svo heppin að eiga góða nágranna sem gáfu mér rababara í svo miklu magni að hann mun eflaust duga mér út sumarið, kærar þakkir Hanna Björk! Ég var ekki lengi að nýta mér þennan happafeng og skella í þessa dásamlegu uppskrift af rababarapie. Uppskriftin er einföld og fljótleg og bragðast dásamlega með vanilluís.

2013-07-22 14.54.00

Karmellufylltu súkkulaðinu stráð yfir rababarann

2013-07-22 15.00.50Dass af sykri….

2013-07-22 17.52.22Eggjakókosblöndunni hellt yfir

2013-07-22 18.28.08

Rababarakakan komin úr ofninum


2013-07-22 18.38.48

Hér borin fram með vanilluís, rababarasýrópi og karmellusósu!


Rababarapie með kókos og karmellusúkkulaði

7 stilkar rababari
1,5 dl sykur
1 msk kartöflumjöl
100 gr súkkulaði með karmellufyllingu
2 egg
1 dl. sykur
1 dl. kókósmjöl
2 msk hveiti
1 tsk lyftiduft

Aðferð

  1. Skerið rababaran í þunnar sneiðar.
  2. Skerið súkkulaðið í bita og setið yfir rababarann.
  3. Stráið sykrinum og kartöflumjölinu yfir allt.
  4. Þeytið því næst egg og sykur saman
  5. Bætið kókósmjöli,hveiti og lyftidufti saman við, þeytið í smástund og hellið síðan yfir rababarann.
  6. Bakist við 180°c í ca. 40-50 mínútur. Berið fram strax.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.