Frábært satay kjúklingasalat sem er ofureinfalt í gerð. En hér er það sataysósan sem setur algjörlega punktinn yfir i-ið og gerir þetta salat af ógleymanlegri veislu fyrir bragðlaukana. Hinn fullkomni réttur í saumaklúbbinn, sem forréttur eða jafnvel á föstudagskvöldi með góðu hvítvínsglasi.   Satay kjúklingasalat fyrir 4 4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fást frosnar)...

Frábært satay kjúklingasalat sem er ofureinfalt í gerð. En hér er það sataysósan sem setur algjörlega punktinn yfir i-ið og gerir þetta salat af ógleymanlegri veislu fyrir bragðlaukana. Hinn fullkomni réttur í saumaklúbbinn, sem forréttur eða jafnvel á föstudagskvöldi með góðu hvítvínsglasi.

IMG_9212-3

 

Satay kjúklingasalat
fyrir 4
4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fást frosnar)
1 poki salatblanda, að eigin vali.
Grænmeti að eigin vali

Sósa
1 dós kókosmjólk, t.d. frá Blue dragon
150 g salthnetur
½ rautt chili, ferskt
5 hvítlauksgeirar, afhýddir
2 msk soyasósa, t.d. frá Blue dragon
150 g púðursykur
1/2 búnt kóriander
3 lauf kaffír lime, t.d. frá deSIAM fæst í öllum helstu matvöruverslunum
1/2 paprika, smátt skorin
1/2 rauðlaukur, smátt skorinn
chayenne pipar á hnífsoddi
kanelduft á hnífsoddi
2 dl vatn

  1. Setjið öll hráefnin fyrir sósuna í pott og sjóðið í um 20-30 mínútur við meðalhita. Setjið í matvinnsluvél (eða notið töfrasprota) og blandið vel saman.
  2. Saltið og piprið kjúklingabringurnar og grillið eða steikið á pönnu og látið inní ofn þar til þær eru eldaðar í gegn.
  3. Skiptið salatblöndunni niður á sex diska,ásamt grænmeti að eigin vali. Leggið kjúklingastrimla á salatið og hellið að lokum sósunni yfir.
    Gott er að bera salatið fram með naanbrauði.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.