Allra bestu smákökur sem ég og börnin mín hafa bakað. Fékk þær hjá góðri vinkonu fyrir löngu síðan og hélt ég yrði ekki eldri, svo góðar voru þær. En í dag var komið að því að skella í þessa dásemd og ekki ollu þær vonbrigðum. Hægt er að leika sér með uppskriftina með því að skipta smarties út fyrir súkkulaði, súkkulaðirúsínur, salthnetur eða 2 dl af kókosmjöli. Ykkar er valið – okkar er ánægjan. Njótið vel.
Þessar eru í algjöru uppáhaldi
“Subway” smákökur
150 gr smjör
200 g púðursykur
50 g sykur
1 pakki Royal vanillubúðingur (eða 100 gr flórsykur)
1 tsk vanillusykur
2 egg
270 g hveiti
1 tsk matarsódi
150 gr smarties
- Hrærið smjöri, sykri, púðursykri, vanillubúðingunum og vanillusykrinum mjög vel saman.
- Bætið eggjunum saman við og hrærið á milli. Bætið þá hveiti og matarsóda saman við. Síðan er smartís að lokum hrært út í.
- Mótið um 30 kúlur úr deiginu og setjið á smjörpappír með góðu bili á mili þeirra. Setjið inn í 180 °c heitan ofn í 15-20 mínútur.
Leave a Reply