Smákökurnar sem þú verður að baka áður en þú deyrð

Home / Smákökurnar sem þú verður að baka áður en þú deyrð

Allra bestu smákökur sem ég og börnin mín hafa bakað. Fékk þær hjá góðri vinkonu fyrir löngu síðan og hélt ég yrði ekki eldri, svo góðar voru þær. En í dag var komið að því að skella í þessa dásemd og ekki ollu þær vonbrigðum. Hægt er að leika sér með uppskriftina með því að skipta smarties út fyrir súkkulaði, súkkulaðirúsínur, salthnetur eða 2 dl af kókosmjöli. Ykkar er valið – okkar er ánægjan. Njótið vel.

IMG_5064

Þessar eru í algjöru uppáhaldi

“Subway” smákökur
150 gr smjör
200 g púðursykur
50 g sykur
1 pakki Royal vanillubúðingur (eða 100 gr flórsykur)
1 tsk vanillusykur
2 egg
270 g hveiti
1 tsk matarsódi
150 gr smarties

  1. Hrærið smjöri, sykri, púðursykri, vanillubúðingunum og vanillusykrinum mjög vel saman.
  2. Bætið eggjunum saman við og hrærið á milli. Bætið þá hveiti og matarsóda saman við. Síðan er smartís að lokum hrært út í.
  3. Mótið um 30 kúlur úr deiginu og setjið á smjörpappír með góðu bili á mili þeirra. Setjið inn í 180 °c heitan ofn í 15-20 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.