Hér er á ferðinni snilldar eggjasalat með chilímauki, vorlauki og grillaðri papriku. Skemmtileg tilbreyting frá venjubundna eggjasalatinu sem er þó alltaf gott og svo ótrúlega gott. Chilímaukið setur hér punktinn yfir i-ið á þessu frábæra eggjasalati sem þið hreinlega verðið að prufa.
Ómótstæðilegt eggjasalat tilbúið á 10 mínútum
Dásamlegt á kex eða brauð
Spicy eggjasalat með vorlauk og grillaðri papriku
4 egg, soðin og skorin niður í litla bita eða söxuð
1 rauð paprika, grilluð (hægt að kaupa í krukku), söxuð
2 vorlaukar, saxaðir (bæði græni og hvíti hlutinn)
3 msk sýrður rjómi (eða majones)
1 hvítlauksrif pressað (eða ½ tsk hvítlauksduft)
½ – 1 tsk minched hot chili frá Blue dragon (meira eftir smekk hvers og eins)
salt og pipar til bragðbætingar.
- Blandið eggjum, grillaðri papriku og söxuðum vorlauk saman í skál.
- Gerið sósuna og setjið sýrðan rjóma, hvítlauk og chilí maukið saman í skál og blandið vel. Bætið síðan eggjum, papriku og söxuðum vorlauk saman við sósuna.
- Saltið og piprið að eigin smekk og bætið við chilímauki ef þið viljið fá meira chilíbragð.
Leave a Reply