Hunangsbrauð með haframjöli og valhnetum

Home / Hunangsbrauð með haframjöli og valhnetum

Hvað er betra en nýbakað brauð. Þetta brauð er mjög ofarlega á listanum yfir bestu brauðin. Það er ofureinfalt og mjúkt með ljúfu hunangskeim og stökkum valhnetum. Algjör hittari!

IMG_0864

 

Hunangsbrauð með haframjöli og valhnetum
180 g hveiti
1 poki þurrger
1 ½ tsk salt
240 ml vatn
4 msk hunang
2 msk olía
120 ml haframjöl
130 g heilhveiti (eða spelt)
60 g ristaðar valhnetur, saxaðar

  1. Blandið hveiti, þurrgeri og salti saman í skál.
  2. Setjið vatnið, hunang, olíu og haframjöl í pott og hitið þar til blandan er orðin volg. Hellið henni þá yfir hveitiblönduna og hrærið saman í um 3 mínútur.
  3. Hnoðið því næst heilhveiti, hnetum saman við deigið og bætið við hveiti við ef þörf er á.
  4. Setjið deigið í olíuborna skál, hlyjið með viskustykki eða plastfilmu og látið standa í um 15 mínútur.
  5. Hnoðið deigið lítillega og setjið í stórt brauðform. Leyfið að lyfta sér í um 40-60 mínútur eða þar til það hefur tvöfaldast í stærð.
  6. Hrærið saman eggi, 1 msk af vatni og penslið brauðið með blöndunni. Stráið haframjöli yfir brauðið og setjið inn í 175°c heitan ofn í um 35 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.