Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og hindberjasósu er kaka sem allir súkkulaðielskendur ættu að prufa. Kakan er einföld í gerð, inniheldur ekki hveiti og svo dásamlega bragðgóð.
Þvílík dásemd!
Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og súkkulaðiglassúr
400 g marsipan
4 egg
45 g olía
5 msk kakó
Glassúr
100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði
1 msk smjör
Skraut
Valhnetur, saxaðar
Hindberjasósa
200 g hindber
6 piparkorn
1 dl flórsykur
- Rífið marsipanið með rifjárni og hrærið eggin saman við, eitt í einu. Setjið olíu saman við og hrærið vel. Bætið síðan kakói saman við og blandið saman.
- Setjið deigið í um 24 cm form. Gott að hafa smjörpappír í botninum.
- Bakið kökuna við 200°c heitan ofn í um 20 mínútur og kælið.
- Bræðið súkkulaði og smjör saman við og setjið glassúrinn á kökuna og stráið söxuðum hnetum yfir.
- Gerið sósu með því að setja hindberin, piparkorn og flórsykur saman í pott. Kremið hindberin og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur. Berið fram með súkkulaðikökunni.
Leave a Reply