Vinsælustu uppskriftir ársins 2013!

Home / Vinsælustu uppskriftir ársins 2013!

Kæru vinir,
Um leið og ég óska ykkur gleðilegs nýs árs vil ég færa ykkur kærar þakkir fyrir samfylgdina á liðnu ári. Lesendahópur GulurRauðurGrænn&salt vex og dafnar með hverjum deginum sem líður og  fyrir það er ég ólýsanlega þakklát. Árið 2013 var viðburðaríkt, óvenjulegt og skemmtilegt ár og ég kveð það með þakklæti í hjarta um leið og ég tek fagnandi á móti nýju ári og því sem það kann að bera í skauti sér.

forsida (1)

Fljótlegir réttir fyrir sælkera
Fyrsta matreiðslubók mín Fljótlegir réttir fyrir sælkera kom út í nóvember með uppskriftum að hollum, litríkum og fljótlegum kvöldmat, meðlæti og eftirréttum.
Bókin hlaut góðar viðtökur sem leiddu til þess að ég gat afhent Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans 100.000 króna ávísun en hluti af ágóða bókarinnar rennur einmitt til styrktar BUGL. Það var ólýsanlegt að upplifa það að gefa út sína eigin bók og geta síðan lagt sitt að mörkum til að styðja við þetta góða málefni og er einn af þeim atburðum sem stendur upp úr á liðnu ári.

salt

Matreiðslunámskeið
Nýja árið byrjar svo skemmtilega því miðvikudaginn 15. janúar kl.17 verð ég með matreiðslunámskeið á vegum Salt eldhús þar sem við munum saman elda fljótlegar, ferskar og bragðgóðar uppskriftir. Uppskriftirnar henta sérstaklega vel í hversdagsleikanum þegar tíminn er af skornum skammti og mun námskeiðið gefa ykkur innblástur af góðum kvöldmat, meðlæti og eftirréttum. Námskeiðið mun taka um 4-5 klst og undir lok námskeiðsins gæðum við okkur á afrakstrinum með rauðvínsglasi og njótum – eitthvað sem getur ekki klikkað. Skráning er hafin hér og tilvalið að hóa í vini og eiga skemmtilega og notalega kvöldstund.

10 vinsælustu uppskriftir ársins 2013
Áður en lengra er haldið er við hæfi að byrja nýtt ár á því að taka saman allra vinsælustu uppskriftir ársins 2013 hjá GulurRauðurGrænn&salt. Uppskriftirnar eru 10 og hver annarri betri þannig að ef þið hafið ekki enn bragðað einhverja á þessum lista að þá hvet ég ykkur til að gera það sem allra fyrst.

1. Lakkrískubbar
2013-08-05 18.56.46

Eru þið ekki að grínast í mér – þessir eru KREIZÍ! Stökk og karmellukennd með lakkrískurli og uppskriftin einföld í gerð. Slær alltaf gegn og stórhættuleg. Sú allra vinsælasta árið 2013. Ef þið hafið ekki smakkað þessa lakkrískubba, byrjið þá átakið um næstu helgi og gerið þessa lakkrískubba núna!

2. Súrsætur kjúklingaréttur sem bræðir hjörtu

supa-11

Kjúklingaréttur í uppáhaldi á mínu heimili og margra annarra af vinsældunum að dæma. Yndislegur réttur sem bræðir hjörtu viðstaddra. Fljótlegur og einfaldur og getur ekki klikkað – elska þennan!

3.  Rababarapie með kókos og karmellusúkkulaði

2013-07-22 18.38.48

Rababarar eru reyndar ekki “in season” núna en ef þið getið reddað rababara á svörtum markaði kílið þá á það. Rababarar, kókos og karmellusúkkulaði sem gjörsamlega bráðna í munni. Þessi er of góð til að bíða sumarsins.

4. Smáborgarar með brie, sultuðum lauk og chilí mayo

2013-07-17 18.41.05

Hamborgarar sem slógu í gegn þegar þessi færsla birtist, enda skal engan undra því hér eru á ferðinni þvílíkir vinningsborgarar. Býð gjarnan upp á þessa í veislum og hefur það aldrei klikkað. Love love love!

5. Púðusykurslaxinn sem allir elska

2013-05-20 19.10.46

Fiskréttur sem ber nafn með rentu og fær viðstadda til að stynja, meira að segja þá sem þykjast ekki borða fisk. Við erum að tala um að hér sleikir fólk diskinn sinn og biður um meira og síðan enn meira enda frábær uppskrift!

6. Ómótstæðilegt eplanachos

2013-05-05 13.34.27

Fallegt, frumlegt, bragðgott og hollt og það gjörsamlega trylltist allt þegar að þessi uppskrift birtist enda gjörsamlega ómótstæðilegt snarl á dögum þegar maður vill hafa það hollt en Ó-svvvvo-gott!

7. Mexikóveisla með kjúklinga Taquitos

2013-05-14 19.19.34

Uppskrift sem er elskuð á mínu heimili og mörgum öðrum. Mexíkómatur eins og hann gerist bestur. Það er ekkert meira um það að segja – prufið þennan!

8. Döðlu- og ólífupestó

2013-02-03 15.19.09

Allra vinsælasti saumaklúbbsrétturinn ársins 2013 og mögulega komandi ára. Hjartað tók aukaslag þegar ég bragðaði fyrst á þessu ólýsanlega góða pestómauki hennar Karinar og get ég óhikað sagt að það sé það allra allra allra besta sem er í boði þarna úti. Algjört möst try!

8. Ítalskur sinnepskjúlli með rótargrænmeti

2013-08-18 19.38.35

Þessi kjúklingaréttur er látlaus og einfaldur og lætur lítið fyrir sér fara. En látið ekki blekkjast hér er á ferðinni stór réttur og sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Snilldin ein – enn einn rétturinn sem þið megið ekki láta fram hjá ykkur fara.

9. Letipasta

2013-07-02 22.36.17

Öll hráefni í einn pott og niðurstaðan er óvænt veisla fyrir bragðlaukana. Skellið hvítvíni í kælinn og berið fram með fullt af rifnum parmesan og góðu brauði. Kreizí!

10. Trylltar orkukúlur

2013-01-29 11.45.41

Síðast en ekki síst eru Orkukúlurnar góðu sem eru svo sannarlega trylltar. Frábært að geta gripið í þessar þegar orkan er í lágmarki og ykkur langar í eitthvað hollt og já tryllt gott. Elska þessar!

Njótið vel kæru vinir og höfum það gaman saman á þessu magnaða ári 2014.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.