Nýbakaða brauðbollur – já það er eitthvað alveg dásamlegt við að gæða sér á þeim og sérstaklega þegar það er kalt úti. Ég læt alltaf vel af smjöri og osti og læt það bráðna örlítið á volgri bollunni áður en ég tek fyrsta bitann. Ekki er verra að hafa heitt kakó með. Þessar bollur eru...
Tag: <span>brauðbollur</span>
Hinar fullkomnu brauðbollur
Það er fátt notalegra um helgar en að gæða sér á nýbökuðum brauðbollum. Ég hef nú prufað þær margar uppskriftirnar og eru kotasælubollurnar enn ofarlega á lista yfir þær bestu, ásamt 30 mín brauðinu sem ég gerði nú stundum brauðbollur úr. En þessari….nei sko þessar eru trylltar!! Þessar brauðbollur eru langhefandi sem þýðir að ef þið...
Hollar haframjölsbollur
Hver elskar ekki nýbakaðar brauðbollur? Hér er á ferðinni uppsrift að brauðbollum sem ég hreinlega elska. Þær eru hollar og ótrúlega bragðgóðar og á mínu heimili er slegist um síðustu bolluna…..svo mikið kósý eitthvað! Hollar haframjölsbollur 2 dl haframjöl 1 ½ dl sólkjarnafræ 1 ½ dl hörfræ 6 dl vatn 5 dl súrmjólk 1...
Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri
Brauðbollur með hvítlauks og steinseljusmjöri fylltar með mozzarellaosti sem lekur úr bollunum við fyrsta munnbita….þarf að segja eitthvað meira. Gerið þessar!!!! Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri 450 g hveiti 1 tsk sykur 240 ml fingurvolgt vatn 2 ½ tsk þurrger 1 tsk sjávarsalt 4 msk ólífuolía 2 pokar litlar mozzarellakúlur (24 stk) Hvítlauks...
Kotasælubollurnar vinsælu
Uppskriftin af þessum mjúku og bragðgóðu brauðbollum er svosem engin nýjung, þær hafa verið vinsælar í mörg ár og alltaf slegið í gegn. Það er því löngu orðið tímabært að þá fái sitt pláss hér á GulurRauðurGrænn&salt svo þið sem hafið ekki enn notið þeirra getið hér með gert það. Kotasælubollur 550 g hveiti...
Bestu morgunverðarbollurnar
Það er fátt betra en að gæða sér á nýbökuðum brauðbollum í morgunsárið með góðu áleggi og nýkreistum safa en þessi uppskrift hefur einmitt að geyma leyndardóminn að einum af mínum uppáhalds bollum. Uppskriftin er stór og stundum helminga ég hana, en oftast sé ég eftir því þar sem bollurnar eru fljótar að hverfa ofan...
Heimagerð smáborgarabrauð
Uppskrift að einföldum og góðum brauðbollum sem hentar sérstaklega vel þegar halda skal veislu. Bollurnar má fylla með því sem hugurinn girnist og eru til dæmis frábærar sem lítil hamborgarabrauð. Smáborgarabrauð 20-25 stk 14 g þurrger 800 g hveiti 500 ml volgt vatn 1 tsk salt sesamfræ egg til penslunar Aðferð Blandið saman volgu vatni...
Góðar og grófar brauðbollur
Þessar brauðbollur eru stútfullar af fræjum og dásamlega mjúkar. Frábærar með ísköldu mjólkurglasi á dögum sem þessum. Uppskriftin er stór eða fyrir um 40 bollur sem gott er að geyma í frysti ef einhver er afgangurinn. Grófar brauðbollur 1,5 kg hveiti 10 msk hveitiklíð 3 dl fræ að eigin vali (t.d. fimmkornablanda) 1 dl sykur...
Hvítlaukshnútar með parmesan
Þegar ég er með súpu finnst mér ekkert betra en nýbakaðar brauðbollur með og þessir hvítlaukshnútar falla undir það sem ég kalla perfecto súpubrauð. Þessa gerði ég með stráknum mínum, frænda hans og vini og er ég viss um að þeir hafi orðið gáfaðari fyrir vikið. Það þarf nefninlega smá tækni við að mynda hnútinn...
Beyglubomba fyllt með rjómaosti og vorlauk
Nei nú skulu þið halda ykkur..þessar eru roooooosalegar. Ég er að reyna að finna það út hvernig ég get lýst þeim nógsamlega þannig að þið skellið ykkur inn í eldhús og búið þessar ótrúlegu beyglubombur til. En ég get það ekki því orð eru einfaldlega lítilvæg í þessu samhengi. Treystið mér bara, fyrsti bitinn segir...
Jólatrésbrauð
Nú er minna en mánuður til jóla og uppáhalds tíminn minn að renna upp, aðventan. Á aðventunni nýt ég stundarinnar og geri bara það sem er skemmtilegt. Matarboð, bakstur með börnunum, kertaljós, jólagjafir, jólabjór, jólarauðvín, jólasúkkulaði jóla jóla jóla! Það fer eitthvað minna fyrir einhverri allsherjar jólahreingerningu, enda svo dimmt á þessum árstíma að það...