Fyrir okkur sem elskum Oreokexkökur, hnetusmjör og rjóma og allt sem tekur enga stund að gera að þá er þetta rétta kakan fyrir ykkur. Himnesk, einföld og unaðslega góð Oreo ostakaka með hnetumjörrjóma og salthnetum. Oreo ostakaka með hnetusmjörrjóma sem ekki þarf að baka 20 stk Oreo kexkökur 60 g smjör, brætt 225 g...
Tag: <span>hnetusmjör</span>
Asískt kjúklingasalat með himneskri dressingu
Í þessu einfalda kjúklingasalati liggur galdurinn í dressingunni. Hver hefði trúað að auðmjúkt hnetusmjör geti djassað svona vel upp kjúklingasalat? Hvort sem er gróft eða fínt, lífrænt og „hollara en venjulegt“ eða bara gamla góða Peter Pan í plastkrukkunum – skiptir ekki máli: hnetusmjörið gerir þetta salat að því sem það er! Asísk kjúklingasalat með...
Fljótlegir múslíbitar með hnetusmjöri og ristuðum möndlum
Múslíbitar sem eru tilbúnir á stuttri stundu, en þeir eru frábærir sem hollt millimál og innihalda meðal annars hnetusmjör, ristaðar möndlur og í raun því sem hugur ykkar girnist hverju sinni. Þessir klikka ekki! Múslíbitar með hnetusmjöri og ristuðum möndlum 170 g döðlur, steinlausar 85 g hunang 65 g hnetusmjör 1 bolli ristaðar möndlur, gróflega...
Fiskur í ómótstæðilegri mangó-hnetusmjörssósu
Ég er alltaf í leit af góðri fiskiuppskrift og þegar ég rakst á þessa girnilegu uppskrift á Heilsutorg.com varð ég ekki róleg fyrr en ég prufaði hana. Heiðurinn af uppskriftinni á Sólveig Sigurðardóttir, en Sólveig er mikill ástríðukokkur og hefur sérstakan áhuga á hollri matargerð. Hún mun ásamt Erlu Gerði Sveinsdóttur lækni standa fyrir spennandi matreiðslunámskeiði...
Ómótstæðilegar núðlur í hnetusmjörsósu
Það er alltaf jafn ánægjulegt að elda mat sem er hvort í senn fljótlegur og bragðgóður og það á svo sannarlega við réttinn sem hér birtist. Það má leika sér með þennan skemmtilega núðlurétt, bæta við kjöti eða grænmeti að eigin vali en í þetta sinn bætti ég við elduðum kjúklingabringum og papriku. Enn eina...
Hollar Rolo kúlur
Hver kannast ekki við Rolo bitana góðu? Hér koma þeir í hollari búningi þar sem karmellan er gerð úr döðlum og hnetusmjöri og kúlunum síðan dýft í dökkt súkkulaði blandað með kókosolíu. Hreint út sagt dásamlegar kúlur til að eiga í kæli nú eða bara borða strax..ommnommm! Hollar Rolo kúlur Gerir um 16-18 stk 200...
Bananaís með hnetusmjöri og oreomulningi
Ein vinkona mín sagði við mig um daginn að það væri augljóst eftir að hafa rennt í gegnum matarbloggið hvaða hráefni væru í uppáhaldi hjá mér. Ég hafði nú ekki tekið eftir því sjálf en þegar hún benti mér á það var það augljóst..kannski einum of. Meðal þessara uppáhalds hráefna er hnetusmjör mjög ofarlega á listanum...
Tæland og vandræðalega góð kjúklingasúpa með hnetusmjöri og rauðu karrý
Í desember flaug fjölskylda mín til Tælands nánar tiltekið til Bangkok og þaðan var haldið á stað rétt utan við Pattaya (við Jomtien Beach) þar sem við nutum okkur í heilar þrjár vikur. Veðrið var dásamlegt allan tímann eða í kringum 30 gráðurnar og ávallt mild og notaleg gola. Maturinn var sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og...
Kúlugott
Nýlega kom út fyrsta bók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera – en hún inniheldur uppskriftir að fljótlegum kvöldmat, meðlæti og eftirréttum sem hentar bæði virka daga og um helgar og er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem elska að borða góðan mat en hafa ekki mikinn tíma til að standa í eldhúsinu. Í bókinni er mikið...
Smákökur með súkkulaði og hnetusmjöri
Ég ætlaði að gera eitthvað hollt en það var svo mikil rigning að ég hætti við og gerði þessar súkkulaðibitasmákökur í staðinn….hlutirnir verða ekki rökréttari! Þetta var ást við fyrsta bita enda ólýsanlega bragðgóðar. Stökkar en um leið mjúkar, með mildu hnetusmjörbragði sem blandast ljúflega við súkkulaðidropana og salthnetubitana. Það besta er að það tekur...
Ómótstæðilegt epla nachos!
Epla nachos, ójá….”I kid you not”!! Þessi réttur er svo mikil snilld að ég get varla lýst því. Hann er ofureinfaldur, fljótlegur, fáránlega bragðgóður og hollur..check check check…já hann hefur það allt! Hann hentar sérstaklega vel sem snarl fyrir börn, sem forréttur, smáréttur eða eitthvað alveg nýtt í saumaklúbbinn. Þennan verði þið að prufa. Ómótstæðilegt...