Fyrir minn uppáhalds dag, bolludaginn, gaf Nói Síríus út bækling sem var unninn í samvinnu við GulurRauðurGrænn&salt. Það var virkilega gaman að fá að taka þátt í þessu verkefni og leika með ýmsar útgáfur af gúrmei bollum. Við lögðum að þessu sinni áherslu á girnilegar fyllingar en í bæklinginum má hinsvegar finna tvær skotheldar uppskriftir...
Tag: <span>vatnsdeigsbollur</span>
Vatnsdeigsbollur með Nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og súkkulaðisírópi
Himnesk bolludagsuppskrift með þessari frábæru uppskrift af vatnsdeigsbollum, nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og uppáhalds súkkulaðibráðinni með hlynsírópi…ummmmmmm. Vatnsdeigsbollur með Nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og súkkulaðisírópi 10-12 stk. 80 g. smjörlíki 2 dl. vatn 100 gr. hveiti hnífsoddur salt 2-3 egg Setjið smjörlíki og vatn í pott og hitið þar til smjörlíkið hefur bráðnað. Hrærið hveitinu saman við...
Skotheldar vatnsdeigsbollur með súkkulaðiglassúr
Bolludagur er dagur í miklu uppáhaldi hjá mér og engu minna en þegar en ég var barn. Hér er uppskrift að þessari klassísku góðu með súkkulaðiglassúr sem ætti ekki að klikka. Berið fram með góðri sultu og rjóma, nú eða vanilluís..þar er líka algjört gúmmelaði. Skotheldar vatnsdeigsbollur 100gr smjörlíki 2 dl vatn 2 dl hveiti...
Vatnsdeigsbollur með hindberjarjóma
Bolludagurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum. Það er hinsvegar einfalt að klúðra þessum bakstri og því kem ég hér með uppskrift sem ætti ekki að klikka og er virkilega góð. Vatnsdeigbollur með hindberjarjóma 12 stk 80 g. smjörlíki 2 dl. vatn 100 gr. hveiti hnífsoddur salt 2-3 egg (ég nota yfirleitt 2)...