Bragðgóðar bolluuppskriftir

Home / Fljótlegt / Bragðgóðar bolluuppskriftir

Fyrir minn uppáhalds dag, bolludaginn, gaf Nói Síríus út bækling sem var unninn í samvinnu við GulurRauðurGrænn&salt. Það var virkilega gaman að fá að taka þátt í þessu verkefni og leika með ýmsar útgáfur af gúrmei bollum. Við lögðum að þessu sinni áherslu á girnilegar fyllingar en í bæklinginum má hinsvegar finna tvær skotheldar uppskriftir að vatnsdeigsbollum sem og bolludagsbollum. Njótið vel!

 

Vatnsdeigsbollur
10-12 stk.
80 g smjör
2 dl vatn
100 g hveiti
hnífsoddur salt
2-3 egg

Aðferð:
Setjið smjör og vatn í pott og hitið þar til smjörið hefur bráðnað.
Hrærið hveitinu saman við með sleif þar til það hefur blandast vel saman.
Bætið saltinu út í. Takið af hellunni og látið standa í um 15 mínútur eða þar
til það hefur kólnað.
Setjið deigið í hrærivélaskál og bætið eggjunum saman við einu í einu og hrærið saman. Varist að deigið verði of þunnt. Setjið á bökunarplötu klæddri bökunarpappír með tveimur skeiðum eða sprautað í toppa með rjómasprautu.
Bakið við 200°c heitan ofn í u.þ.b. 20-30 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar og stökkar. Varist að opna ofninn meðan bollurnar eru að bakast svo þær falli ekki saman.

Grunnuppskriftir að bollum
Gerbollur
15-18 stk.
100 g smjör
3 dl mjólk
50 g þurrger
1 egg
75 g sykur
1 tsk salt
500 g hveiti
1 tsk kardimommudropar

Aðferð:
Bræðið smjör og mjólk saman. Þegar blandan er fingurvolg bætið þá þurrgerinu saman við. Setjið egg, sykur, salt og kardimommudropa saman við blönduna og hrærið. Setjið hveiti í skál, gerblönduna saman við og hnoðið lítillega. Látið deigið hefa sig í um 30-40 mínútur eða þar til deigið hefur tvöfaldast í stærð.
Mótið litlar bollur úr deiginu og setjið á ofnplötu með smjörpappír. Látið hefast í um 15 mínútur. Penslið því næst bollurnar með eggi og bakið í 225°c heitum ofni í um 7-8 mínútur.

 

Ómótstæðilegur bragðarefur með jarðaberjum og Nóa Kroppi

Bragðarefur

Fylling
500 ml rjómi
3 msk flórsykur
½ dl kókosmjöl
250 g jarðarber, maukuð
100 g Nóa Kropp, mulið gróflega
150 g Síríus rjómasúkkulaði með kremkexi, saxað
Sulta að eigin vali

Dökkt súkkulaðisíróp
200 g Konsum 70% súkkulaði •
6 msk rjómi
4 msk síróp

Skraut
Nóa Kropp
200 g Konsum 70% súkkulaði, saxað

Aðferð
Fylling: Þeytið rjómann ásamt flórsykri og bætið kókosmjöli, maukuðum jarðarberjum, muldu Nóa Kroppi og söxuðu rjómasúkkulaði með kremkexi varlega saman við með sleif.
Dökkt súkkulaðisíróp: Bræðið Konsum súkkulaði, rjóma og síróp saman við vægan hita og dýfið bollunum í.
Setjið sultu að eigin vali, t.d. jarðarberjasultu, ásamt fyllingunni í bolluna.
Skraut: Skreytið með Nóa Kroppi og söxuðu súkkulaði.

 

Bolla með Piparkroppi og lakkríssósu

Bolla með Piparkroppi og lakkríssósu

Fylling
500 ml rjómi
4 msk flórsykur
1 msk lakkrísduft
100 g Piparkropp, mulið gróflega
100 g Nóa lakkrís súkkulaði, saxað

Lakkríssósa
300 g Nóa lakkrískurl
6 msk rjómi

Aðferð
Fylling:
Þeytið rjómann ásamt flórsykri. Bætið muldu Piparkroppi og söxuðu Nóa lakkrís súkkulaði varlega saman við með sleif.

Lakkríssósa:
Bræðið lakkrískurl og rjóma saman við vægan hita í stutta stund. Setjið rjómafyllingu á milli og hellið lakkríssósu yfir bolluna.

 

Karamellubomba

Karamellubolla

Karamellusósa
150 g Nóa Rjómakúlur
1 dl rjómi
Karamellurjómi:
500 ml rjómi
100 g Nóa karamellukurl
5 msk karamellusósa, kæld
Karamelluglassúr:
300 g Nóa Síríus rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti
250 ml rjómi

Skraut
Nóa karamellukurl
Síríus rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti

Aðferð
Karamellusósa: Bræðið rjómakúlur saman við 1 dl af rjóma. Kælið.
Karamellurjómi: Þeytið rjómann. Bætið síðan um 3-5 msk af karamellusósunni saman við ásamt karamellukurli og hrærið varlega með sleif.
Karamelluglassúr: Bræðið súkkulaði og rjóma saman við vægan hita.
Setjið glassúrinn á bollurnar og karamellurjóma í bollurnar.
Skraut: Skreytið með karamellukurli og söxuðu súkkulaði.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.